Erlent

Hisbollah hvetur til nýrra fjöldamótmæla

Tjaldbúðir mótmælenda í miðborg Beirút.
Tjaldbúðir mótmælenda í miðborg Beirút. MYND/AP

Forsprakkar mótmælaaðgerða Hisbollah og stuðningsmanna þeirra í miðborg Beirút í Líbanon hvöttu í dag til nýrra fjöldamótmæla á sunnudaginn næstkomandi. Þúsundir mótmælenda standa og sitja í sjötta daginn í röð fyrir utan stjórnarráðsskrifstofurnar í Beirút og krefjast afsagnar Siniora forsætisráðherra.

Hundruð þúsunda andstæðinga ríkisstjórnarinnar mótmæltu í Beirút á föstudaginn síðasta og margir hafa verið þar síðan og hafst við í tjaldbúðum í miðborginni.

Í yfirlýsingu frá forsprökkunum eru mótmælendur hvattir til að "undirbúa sig fyrir nýjar aðferðir og leiðir til friðsælla mótmæla," án þess að það væri skilgreint nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×