Erlent

Bresku Bítlarnir loksins komnir á frímerki

Bítlarnir eru loksins komnir á frímerki. Merkin verða gefin út hjá Roayl Mail, bresku póstþjónustunni, eftir áramótin. Frímerkin eru sex talsins og skarta myndum af jafnmörgum bítlaplötum, With The Beatles, Help!, Revolver, Sgt Pepper's Lonely Hearts Club Band, Abbey Road and Let It Be, sem eru efstar í bunka annarra LP-platna sem The Beatles gáfu út. Samhliða frímerkjunum gefur Royal Mail meðal annars út fyrstadagsumslag og litríkan upplýsingabækling um hljómsveitina, þar sem saga hennar er rakin frá 1957 til 1970. Formlegur útgáfudagur er 9. janúar en hægt er að panta merkin nú þegar á vef Royal Mail.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×