Erlent

Fé fyrir að forðast kaup á blíðu

Suður-kóreska ríkisstjórnin hefur boðið körlum fé, lofi þeir í staðinn að kaupa ekki þjónustu vændiskvenna eftir árslokaveislur fyrirtækja.

Ákvörðunin er liður í tilraun stjórnvalda til að breyta veisluhefðum landsmanna, en ötullega er nú barist gegn vændi og mansali.

Um 1.300 fyrirtæki tóku þátt í aðgerðinni og fengu karlkyns starfsmenn til að skrifa nafn sitt á lista, þar sem þeir lofa ofangreindu. Það fyrirtæki sem hefur flesta þátttakendur hlýtur sem svarar 360.000 íslenskum krónum í verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×