Erlent

Götuvændi eykst til muna

Götuvændi færist í aukana í Stokkhólmi.
Götuvændi færist í aukana í Stokkhólmi.

Sífellt fleiri konur selja blíðu sína á götum Stokkhólms. Á Malmskillnadsgatan og nærliggjandi götum selja sig rúmlega 225 konur og nokkrir karlar á degi hverjum, segir í frétt Dagens Nyheter.

Flestar kvennanna eru erlendir ríkisborgarar, sem fjölmargar hafa verið neyddar til starfans með loforðum óprúttinna náunga um lögleg störf í Svíþjóð, sem síðan taka meginhluta tekna þeirra og misnota þær á annan hátt.

Kaup á blíðu eru ólögleg í Svíþjóð og liggja sektir eða allt að sex mánaða fangelsi við slíku broti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×