Erlent

Uppreisnarher á undanhaldi

Sheik Sharif Sheik Ahmed
Sheik Sharif Sheik Ahmed

Hermenn Sómalíustjórnar og hermenn frá Eþíópíu héldu í gær inn í höfuðborgina Mogadishu, sem íslamskir uppreisnarmenn höfðu haft á valdi sínu síðan í júní. Stjórnarherinn mætti þar engri mótspyrnu, en síðustu daga hafði hann hrakið uppreisnarmenn frá helstu borgum í nágrenni höfuðborgarinnar.

Uppreisnarmennirnir sögðu undanhald sitt stafa af breyttum áherslum í stríðinu, en byssuskot heyrðust þó víða í borginni og nokkrir menn létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×