Erlent

Viðbrögð umheimsins við aftöku Saddams Hussein

Viðbrögð umheimsins við aftöku Saddams Hussein

„Aftaka er alltaf sorgartíðindi, jafnvel þótt manneskjan sé sek um alvarlega glæpi."

- Talsmaður páfa.



„Að koma Saddam í hendur réttvísinnar mun ekki stöðva ofbeldið í Írak, en er mikilvæg varða á leið Íraks til að verða lýðræði sem getur stjórnað, haldið sér við og varið sig og verið bandamaður okkar í stríðinu gegn hryðjuverkum."

- George Bush Bandaríkjaforseti.



„Saddam greiðir hér verðið fyrir morðin á tugþúsundum Íraka. Ég finn fyrir áður óþekktri gleðitilfinningu, sem líkist engu öðru, hvorki hátíð, brúðkaupi eða fæðingu."

- Abu Sinan, íbúi í Bagdad.



„Mælikvarðinn á staðfestu ríkisstjórnar í mannréttindamálum er hvernig hún fer með sína verstu glæpamenn. Sagan mun dæma þessar aðgerðir harðlega."

- Richard Dicker hjá Mannréttindavaktinni.



„Við erum andvíg dauðarefsingum. Hins vegar er mikilvægt að réttarhöld Saddams voru í umsjón Íraka sjálfra."

- Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.



„Ég lít á dauðarefsingu sem villimennsku. Þetta er ekki góður dagur fyrir lýðræðið."

- Louis Michel, yfirmaður þróunarmála hjá Evrópusambandinu.



„Miðað við glæpinn sem Saddam var sakaður um, er ósanngjarnt ef George Bush er ekki leiddur fyrir alþjóðlegan dómstól. Saddam var tekinn af lífi fyrir morð á 148 manns, en Bush ber ábyrgð á dauða 600 þúsund Íraka síðan innrásin hófst í mars 2003."

- Fauzan Al Anshori, meðlimur í indónesískum vígahópi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×