Erlent

Fánar í hálfa stöng í Líbýu

Múammar Gaddafi, leiðtogi Líbýu, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna aftöku Saddams Hussein og afboðaði öll hátíðarhöld vegna helgihátíðar múslíma Eid al-Adha. Fánar landsins voru einnig dregnir í hálfa stöng.

Í fyrradag hafði Gaddafi lýst því yfir að réttarhöldin yfir Saddam hefðu verið ólögleg og að hann hefði átt að svara til saka fyrir alþjóðlegum dómstól.

Abdul-Kader Bajammal, forsætisráðherra Yemen, tók í sama streng og biðlaði til Bandaríkjaforseta að þyrma lífi Saddams.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×