Erlent

Saddam hengdur fyrir sólarupprásrás

Hin hinsta stund Myndband frá íraskri sjónvarpsstöð sýnir aðdraganda aftöku einræðisherrans.
Hin hinsta stund Myndband frá íraskri sjónvarpsstöð sýnir aðdraganda aftöku einræðisherrans. MYND/AP

Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, var tekinn af lífi fyrir sólarupprás í gærmorgun, 69 ára að aldri.

Fyrir tæpum tveimur mánuðum var Saddam fundinn sekur af íröskum dómstólum fyrir þátt sinn í dauða 148 sjía-múslíma frá Dujail. Hæstiréttur hafnaði áfrýjun hans og skipaði að hann yrði tekinn af lífi innan þrjátíu daga. Réttarhöld yfir honum vegna þjóðarmorðs á Kúrd-um munu líklega halda áfram þrátt fyrir aftökuna.

Saddam var svartklæddur og hélt á Kóraninum þegar hann gekk sín seinustu skref í fylgd með írösku böðlunum. Hann hafnaði boði þeirra um að fá hettu yfir höfuðið.

„Allah er mikill, þjóðin mun sigra og Palestína er arabaríki,“ hrópaði Saddam þegar snaran var sett um háls hans. Einræðisherrann virtist rólegur á sinni hinstu stundu við gálgann.

Talið er að Saddam verði jarðsettur nálægt heimabæ sínum, Tikrit, á næstunni. „Hann óskaði einsk-is,“ sagði al-Askari. „Hann vildi að Kóraninn sem hann hélt á yrði afhentur manni að nafni Bander.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×