Erlent

Býður Hu Jintao gleðilegt nýtt ár

Hu Jintao fékk nýárskveðju frá leiðtoga Kúbu.
Hu Jintao fékk nýárskveðju frá leiðtoga Kúbu.

Dagblað Kommúnistaflokks Kúbu sagði frá því í gær að Fídel Kastró, leiðtogi Kúbu, hefði hringt í sendiherra Kína í Havana til að biðja hann fyrir áramótakveðju til Hu Jintao, forseta Kína.

Fréttin virðist til þess fallin að styrkja íbúa eyjunnar í þeirri trú að Kastró sé enn á batavegi, fimm mánuðum eftir alvarlega skurðaðgerð.

Kastró hefur ekki sést opinberlega síðan 31. júlí, þegar hann tilkynnti að hann hygðist taka sér tímabundið frí vegna skurðaðgerðar. Varnarmálaráðherrann, Raúl Castro, stjórnar landinu í fjarveru bróður síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×