Erlent

Harmi slegnir yfir aftökunni

„Palestína er arabaríki,“ voru seinustu orð Saddams Hussein áður en hann var tekinn af lífi í gærmorgun. Fjöldi Palestínumanna er harmi sleginn yfir andláti fyrrverandi Íraksforseta, en hann var einn þeirra helsti bandamaður í frelsisbaráttunni.

„Við heyrðum af píslarvættisdauða hans og ég sver til guðs að ég var djúpt hrærður,“ sagði Khadejeh Ahmad í Qadora-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum.

Saddam studdi við Palestínumenn á margvíslegan hátt, til dæmis með fjárútlátum til fjölskyldna fallinna hermanna og sjálfsmorðsárásarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×