Erlent

Fjölda saknað eftir að skip fórst.

Enn er ekki vitað um afdrif 500 skipverja.
Enn er ekki vitað um afdrif 500 skipverja. MYND/AP

Um 500 manns er enn saknað eftir að indónesísk ferja sökk við strendur eyjunnar Jövu á föstudag. Unnt var að bjarga 59 manns en mikið óveður hefur geysað og hamlað leit björgunarmanna.

Stjórnvöld í Indónesíu halda enn í vonina en sést hefur til fleiri björgunarbáta þar sem ferjan sökk. Um borð í henni voru skráðir 545 farþegar og 57 áhafnarmeðlimir á leið hennar milli eyjanna Borneó og Jövu.

Upphaflega var óttast að um 800 manns væru um borð, en ferjan mátti taka 850 farþega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×