Erlent

Grunaðir um raðmorð á börnum

Óhugnanlegur garður. Þúsundir Indverja söfnuðust saman til að fylgjast með lögreglu grafa upp fjölmörg barnslík í gær.
Óhugnanlegur garður. Þúsundir Indverja söfnuðust saman til að fylgjast með lögreglu grafa upp fjölmörg barnslík í gær. MYND/AP

Indverska lögreglan uppgötvaði í gær líkamsleifar nokkurra barna fyrir aftan hús skammt fyrir utan Nýju-Delí. Í kjölfarið voru tveir menn handteknir og játaði annar þeirra að hafa misnotað kynferðislega og myrt ekki færri en sjö börn.

Þúsundir íbúa á svæðinu flykktust að húsinu þegar lögregla hóf að grafa upp garð mannanna, þeirra á meðal foreldrar horfinna barna, en talið er að allt að 38 börn hafi horfið af þessu svæði á undanförnum árum. Kvörtuðu margir foreldrar yfir því að lögregla hefði lítið sem ekkert aðhafst í barnshvörfunum vegna fátæktar þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×