Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis 7. október 2006 09:15 Siðanefnd hefur rannsókn Doc Hastings, formaður siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, skýrði frá því að nefndin ætli sér að rannsaka Foley-málið. MYNDAFP Fylgi Repúblikanaflokksins hefur dalað nokkuð samkvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdraganda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neitar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvupósti. Hann sagði af sér þingmennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkynhneigður. Einnig segist hann sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Margir þeirra eru þingmenn eða starfsfólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sérstaklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember. Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Fylgi Repúblikanaflokksins hefur dalað nokkuð samkvæmt skoðanakönnunum eftir að fréttist af ósæmilegri hegðun bandaríska þingmannsins Marks Foley gagnvart snúningapiltum á þinginu. Demókrataflokkurinn hefur óspart notað sér málið til þess að hamra á andstæðingum sínum og meðal annars krafist þess að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segði af sér vegna þess hvernig hann tók á málinu í upphafi. Hastert var sakaður um að hafa reynt að gera lítið úr alvöru þess, þar sem hann gagnrýndi fyrst og fremst demókrata fyrir að gera þetta að fjölmiðlamáli í aðdraganda þingkosninga. Einnig hefur hann verið sakaður um að hafa vitað af málinu áður en það komst í fjölmiðla fyrir viku, en hann neitar því. Hastert hafnar öllum kröfum um afsögn, en á fimmtudaginn sneri hann við blaðinu og segir Repúblikanaflokkinn taka fulla ábyrgð á málinu. George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri af áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum hafa lýst yfir stuðningi sínum við Hastert, þar á meðal Bill Frist, leiðtogi flokksins í öldungadeild þingsins, og George Bush eldri. „Hann á ekki að verða neitt fórnarlamb,“ sagði James A. Baker, fyrrverandi utanríkisráðherra, í gær. Málið snýst um að Foley hefur árum saman sent snúningapiltum á þingi dónaleg skilaboð í tölvupósti. Hann sagði af sér þingmennsku í lok síðustu viku, eftir að málið komst í hámæli, skráði sig í áfengismeðferð og hefur einnig upplýst að hann sé samkynhneigður. Einnig segist hann sjálfur hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á unglingsaldri. Siðanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti á fimmtudaginn að hefja ítarlega rannsókn á málinu. Nefndin ætlar að kalla nærri fimmtíu manns til yfirheyrslu vegna málsins. Margir þeirra eru þingmenn eða starfsfólk þingsins. Rannsóknin mun þó einkum beinast að því hvernig ráðamenn á þinginu tóku á málinu, þegar fyrst fór að fréttast af því, frekar en að hegðun Foleys sérstaklega. Nefndin ætlar að taka sér nokkrar vikur í að rannsaka málið, og fullyrðir ekkert um það hvort rannsókninni verði lokið fyrir þingkosningarnar, sem haldnar verða 7. nóvember.
Erlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira