Brugðist við hótunum Norður-Kóreu 5. október 2006 05:30 Fyrirætlunum Norður-Kóreu mótmælt Suður-Kóreumenn mótmæltu opinberlega í gær fyrirætlunum nágrannaþjóðar sinnar, Norður-Kóreu, um að prófa kjarnorkuvopn. Ríkisstjórn Norður-Kóreu hefur ekki gefið upp hvenær fyrirhugaðar tilraunir muni fara fram, en lofar að þær verði gerðar undir ströngu eftirliti vísindamanna við öruggar aðstæður. MYND/AP Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira
Nágrannar Norður-Kóreu héldu í gær áfram að bregðast harkalega við yfirlýsingu ríkisstjórnar kommúnistaríkisins á þriðjudag um að tilraunir með kjarnorkuvopn yrðu gerðar á næstunni. Kínverjar og Bandaríkjamenn hvöttu til stillingar, en Japanar fóru fram á snögg og ákveðin viðbrögð Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem fundaði í gær fyrir lokuðum dyrum um fyrirætlanir Norður-Kóreu. Fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ hvatti í gær til þess að aðildarlönd öryggisráðsins hittust „til að þróa samhangandi stefnu sem sannfærir þá um að það sé ekki í þeirra þágu að prófa kjarnorkuvopn“. Fastafulltrúi Kína, Wang Guangya, sagðist telja að áframhaldandi samningaviðræður fimm stórþjóða við Norður-Kóreu, sem hafa verið árangurslitlar undanfarið, væri betri lausn heldur en að öryggisráðið gangi í málið. Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, sagði hins vegar að þjóð sín gæti „hreint ekki sætt sig við“ kjarnorkuvopnatilraunir nágrannaþjóðar sinnar, og studdu Frakkar Japana í umleitun eftir skjótum viðbrögðum öryggisráðsins. Norður-Kóreumenn, sem hafa löngum sagst eiga kjarnavopn, hafa hingað til ekki prófað þau svo að vitað sé. Í tilkynningunni sem utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sendi frá sér sagði að tilraunirnar yrðu gerðar á öruggum stað undir strangri stjórn vísindamanna. Tilraunirnar munu verða gerðar í þeim tilgangi að styrkja varnir landsins gegn því sem kallað var aukinn fjandskapur Bandaríkjanna. Bandaríkin og Kína eru meðal fimm þjóða heims sem viðurkenna opinberlega að eiga kjarnorkuvopn. Hinar eru Frakkland, Rússland og Bretland. Einnig þykir ljóst að Pakistan og Indland eigi kjarnorkuvopn, og grunur leikur á að Ísrael og Norður-Kórea búi einnig yfir kjarnorkuvopnum.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Sjá meira