Burt með sektarkenndina 21. september 2006 07:30 Shinzo Abe prófar valdastólinn Hér sést Abe koma sér fyrir á skrifstofu Frjálslynda lýðræðisflokksins í Tókýó. Abe var kosinn forseti flokksins með 464 atkvæðum af 703. Sökum yfirburðastöðu flokksins er hann líklegastur manna til að taka við völdum af núverandi forsætisráðherra. MYND/Nordicphotos/getty Images Tókýó, AP Flokksmenn vinsælasta stjórnmálaflokks í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, kusu hinn hægrisinnaða Shinzo Abe til leiðtoga í gær. Hann er því næsta öruggur um að verða forsætisráðherra landsins þegar núverandi forsætisráðherra, Junichiro Koizumi, segir af sér í komandi viku. Abe verður þar með fyrsti forsætisráðherra Japans sem fæddur er eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, en hann er 51 árs gamall, sem þykir lágur aldur fyrir forsætisráðherra í Japan. Hann er með þrettán ára þingsetu að baki en er tiltölulega reynslulítill og tók ekki við ráðherradómi fyrr en í fyrra. Abe vann öruggan sigur í prófkjörinu, fékk 464 atkvæði af 703. Vinsældir hans ná út fyrir raðir lýðræðisflokksins, því þegar hann barðist fyrir lausn japanskra gísla frá Norður-Kóreu vakti hann mikla athygli og aðdáun almennings. Það er einmitt utanríkisstefnan sem Abe er þekktastur fyrir. Hann hefur heitið því að gera Japan að landi sem allur heimurinn „treystir og elskar“. Japan á að sýna „ákveðni“ út á við og eitt fyrsta verk hans eftir að hann var kjörinn í gær var að þrýsta á um fund með kínverskum og suður-kóreskum stjórnvöldum. Tengsl ráðamanna þessara ríkja við núverandi forsætisráðherra Japans hafa ekki verið sem best, en Koizumi var ófeiminn við að rifja upp hernaðarsögu Japana og mæltist ekki vel fyrir í ríkjunum, sem urðu fyrr á tímum að þola grimmdarverk af hálfu japanska hersins. Leiðtogaskipti kunna að liðka fyrir í samskiptum ríkjanna en Abe er þó talinn mikill þjóðernissinni, sem sé engu líklegri til að gera lítið úr hernaðarsögu Japana en forveri hans í starfi. Að auki mun Shinzo Abe hafa í hyggju að gera breytingar á stjórnarskránni þess efnis að utanríkisstefna japönsku þjóðarinnar verði endurskilgreind og horfið frá hreinni friðarstefnu, hornsteini japanskrar utanríkisstefnu allt frá endurreisn landsins eftir seinni heimsstyrjöldina. Erlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira
Tókýó, AP Flokksmenn vinsælasta stjórnmálaflokks í Japan, Frjálslynda lýðræðisflokksins, kusu hinn hægrisinnaða Shinzo Abe til leiðtoga í gær. Hann er því næsta öruggur um að verða forsætisráðherra landsins þegar núverandi forsætisráðherra, Junichiro Koizumi, segir af sér í komandi viku. Abe verður þar með fyrsti forsætisráðherra Japans sem fæddur er eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar, en hann er 51 árs gamall, sem þykir lágur aldur fyrir forsætisráðherra í Japan. Hann er með þrettán ára þingsetu að baki en er tiltölulega reynslulítill og tók ekki við ráðherradómi fyrr en í fyrra. Abe vann öruggan sigur í prófkjörinu, fékk 464 atkvæði af 703. Vinsældir hans ná út fyrir raðir lýðræðisflokksins, því þegar hann barðist fyrir lausn japanskra gísla frá Norður-Kóreu vakti hann mikla athygli og aðdáun almennings. Það er einmitt utanríkisstefnan sem Abe er þekktastur fyrir. Hann hefur heitið því að gera Japan að landi sem allur heimurinn „treystir og elskar“. Japan á að sýna „ákveðni“ út á við og eitt fyrsta verk hans eftir að hann var kjörinn í gær var að þrýsta á um fund með kínverskum og suður-kóreskum stjórnvöldum. Tengsl ráðamanna þessara ríkja við núverandi forsætisráðherra Japans hafa ekki verið sem best, en Koizumi var ófeiminn við að rifja upp hernaðarsögu Japana og mæltist ekki vel fyrir í ríkjunum, sem urðu fyrr á tímum að þola grimmdarverk af hálfu japanska hersins. Leiðtogaskipti kunna að liðka fyrir í samskiptum ríkjanna en Abe er þó talinn mikill þjóðernissinni, sem sé engu líklegri til að gera lítið úr hernaðarsögu Japana en forveri hans í starfi. Að auki mun Shinzo Abe hafa í hyggju að gera breytingar á stjórnarskránni þess efnis að utanríkisstefna japönsku þjóðarinnar verði endurskilgreind og horfið frá hreinni friðarstefnu, hornsteini japanskrar utanríkisstefnu allt frá endurreisn landsins eftir seinni heimsstyrjöldina.
Erlent Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sjá meira