Fjórtán ára daglegir neytendur fíkniefna 10. september 2006 05:30 Þórarinn Tyrfingsson. Nauðsynlegt að vinna stöðugt að upprætingu vandans. Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum." Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Fjórtán ára gömul börn sem neytt hafa fíkniefna daglega um nokkurt skeið hafa reglulega leitað eftir að komast í meðferð á meðferðarheimilum SÁÁ. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðumaður SÁÁ, en hann segir þess háttar tilfelli oft erfið viðureignar. „Við sjáum fólk hjá okkur sem er í kringum fjórtán ára aldur sem hefur verið í daglegri neyslu fíkniefna um nokkurt skeið. Það eru undantekningar en þetta kemur reglulega upp, því miður," segir Þórarinn. „Það eru misjafnar ástæður að baki hverju atviki fyrir sig en þegar börn eru byrjuð að leita í vímugjafa þetta ung er oftar en ekki mikill vímuefnavandi í fjölskyldu viðkomandi. En svo geta einnig verið fleiri og flóknari ástæður að baki." Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ellefu ára gömlum dreng í byrjun mánaðarins en hann hafði í fórum sínum kannabisefni og töflur sem ætlaðar voru til neyslu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins ásamt barnaverndaryfirvöldum en drengurinn er einn sá yngsti sem komið hefur við sögu lögreglu vegna fíkniefnamála. Afar fátítt er að fíkniefnamál barna undir fimmtán ára aldri komi til kasta lögreglu. Bragi Guðbrandsson Segir forvarnarstarf hafa skilað góðum árangri. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, segir tilvik eins og þetta gefa tilefni til þess að fara heildstætt yfir stöðu fíkniefnamála innan grunnskólanna en að sögn Braga hefur forvarnarstarf skilað góðum árangri. „Eins og við lítum á þetta atvik þá er alltaf ástæða til þess að staldra við þegar börn koma við sögu í fíkniefnamálum. Þetta er samt nánast einsdæmi að ellefu ára gamall drengur sé tekinn með fíkniefni. Við höfum fengið nokkur svipuð tilvik inn á okkar borð en þau eru afar fá. Allt okkar eftirlitskerfi með neyslu barna á grunnskólaaldri segir okkur það að ástandið í þessum efnum hafi farið batnandi á síðustu árum. Kannanir á meðal skólabarna sýna okkur að neysla hefur minnkað og ég þakka því ekki síst hækkun á sjálfræðisaldri sem gerði það að verkum að foreldrar fóru að geta gripið með áhrifaríkari hætti inn í atburðarásina í fleiri tilfellum."
Innlent Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira