Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu 10. september 2006 07:30 Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segist ekki geta sagt til um hvað það myndi kosta stofnunina að taka yfir eftirlittið. Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra. Innlent Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra.
Innlent Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira