Tókst að koma í veg fyrir hryðjuverk í Danmörku 6. september 2006 07:30 á Aðallestarstöðinni í Kaupmannahöfn Farþegar námu staðar í gær til þess að fylgjast með fréttum af handtökunum. MYND/AP Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi. Erlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Níu manns voru handteknir í Óðinsvéum í Danmörku í gær, grunaðir um að hafa haft í bígerð að fremja hryðjuverk. Tveir þeirra voru látnir lausir síðar um daginn. Stjórnvöld í Danmörku fullyrtu að lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir alvarlega árás á danskri grund. "Þetta er alvarlegasta málið sem komið hefur til minna kasta þann tíma sem ég hef verið dómsmálaráðherra," sagði Lene Espersen dómsmálaráðherra í viðtali við AP fréttastofuna. "Lögreglan fór inn og stöðvaði hópinn meðan hann var að búa sig undir árás." Lögreglan segist ekki vita hve langt á veg undirbúningur mannanna hafi verið kominn, en ákveðið var að ráðast til atlögu gegn þeim áður en það yrði of seint. Fylgst hafði verið með þeim um hríð. "Vísbendingar sem lögreglan fann benda til þess að þeir hafi mjög líklega verið að undirbúa árás einhvers staðar í Danmörku," sagði Espersen. Mennirnir níu eru allir danskir ríkisborgarar, á aldrinum átján ára til 33. Lars Findsen, yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, sagði átta þeirra vera af erlendum uppruna en sagði ekkert um frá hvaða löndum þeir væru. Hann sagði þó að lögregluaðgerðirnar í gær hefðu ekki tengst rannsókn í Þýskalandi, þar sem fjórir líbanskir menn eru í haldi lögreglu, grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Í þýskum fjölmiðlum var fullyrt að einn þessara fjögurra manna, Youssef Mohamad el Hajdib, hefði verið á leiðinni til Danmerkur. Einnig höfðu danskir og þýskir fjölmiðlar sagt frá því að í fórum hans hefði fundist símanúmer hjá Abu Bashar, íslömskum trúarleiðtoga sem búsettur er í Óðinsvéum. Abu Bashar neitar því að þekkja Hadjib, en segir það einungis tímaspursmál hvenær hryðjuverk verði framið í Danmörku. "Osama bin Laden sagði fyrir þremur árum að hann myndi refsa þeim löndum sem hafa her í Írak," sagði Bashar í viðtali við AP fréttastofuna. "Danmörk er á listanum." Um það bil 500 danskir hermenn eru í Írak undir breskri stjórn og 360 danskir hermenn eru í Afganistan á vegum Nató. Bashar sagðist þekkja mennina níu sem handteknir voru í gær. Þeir tilheyrðu samfélagi múslima í Óðinsvéum. Hann sagðist hins vegar sannfærður um að þeir væru saklausir. "Ég trúi því að þeir verði látnir lausir mjög fljótt," sagði hann. Hryðjuverk hefur ekki verið framið í Danmörku síðan 1985, þegar sprengja sprakk fyrir utan skrifstofur flugfélags í Kaupmannahöfn. Einn maður lést og sextán særðust. Þrír Palestínumenn, búsettir í Svíþjóð, voru dæmdir fyrir það og hlutu ævilangt fangelsi.
Erlent Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira