Pólitísk samstaða ríkir um málið 6. september 2006 07:45 Hanna Birna Kristjánsdóttir Mynd/Heiða Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR. Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Tillögu Samfylkingarinnar, um að gengið verði til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að átta hundruð stúdentaíbúða á næstu árum, var einróma vísað til meðferðar í skipulagsráði á fundi borgarráðs í gær. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, kveðst ánægður með samstöðu borgarstjórnar um málið. "Ég tel að þarna hafi verið tekið af skarið með að haldið verði áfram með þessi verkefni sem eru brýn því þörfin er gríðarleg." Dagur segir áherslu lagða á að íbúðir séu gjarnan í miðborginni innan um verslun og þjónustu. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir viðræður við námsmannahreyfingarnar um húsnæðismál hafa staðið yfir undanfarið og að ekkert nýtt komi fram í tillögunni. "Það er hægt að segja að samstaða ríki í borgarstjórn um að tryggja námsmönnum íbúðir í borginni en við hefðum viljað sjá fyrrverandi meirihluta hefja áætlun um uppbyggingu fyrr." Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, vonast til að lausn sé í sjónmáli á miklum húsnæðisvanda námsmanna. "Á undanförnum árum hefur húsnæðisverð hækkað gríðarlega og ungt fólk verður í meiri mæli að leita út á leigumarkaðinn. Þar bætir ekki úr skák að húsaleigubætur hafa ekki hækkað frá árinu 2000, en á sama tíma hefur leiguverð hækkað um 55 prósent." Svæðin sem eru í deiglunni eru á svokölluðum Barónsreit við Hlemm þar sem um 100 íbúðir geta risið, við Einholt-Þverholt, þar sem fyrirhugað er að byggja upp allt að 400 herbergi og íbúðir. Einnig eru byggingarreitir í Vatnsmýrinni sem gætu opnað fjölmarga möguleika fyrir stúdentagarða með nýju skipulagi á svæðum HÍ og HR.
Innlent Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira