Krefjast frelsis fyrir fangelsaða múslima 24. ágúst 2006 07:15 Kvarta ekki undan aðbúnaði Gíslarnir Olaf Wiig og Steve Centanni virtust vel haldnir, íklæddir íþróttagöllum, á myndbandsupptökunni sem birt var í gær. MYND/AP Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri. Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Áður óþekktur hópur herskárra Palestínumanna sendi í gær frá sér myndband sem sýndi tvo fréttamenn Fox-sjónvarpsstöðvarinnar bandarísku, en þeim var rænt á Gazasvæðinu þann 14. ágúst síðastliðinn. Mannræningjarnir krefjast þess að í skiptum fyrir gíslana verði allir mús-limar í bandarískum fangelsum látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Á myndbandsupptökunni, sem send var arabísku gervihnattasjónvarpsstöðinni Al-Jazeera, sjást Steve Centanni, sem er sextugur Bandaríkjamaður sem lengi hefur starfað sem fréttamaður fyrir Fox, og myndatökumaðurinn Olaf Wiig, sem er 36 ára og frá Nýja-Sjálandi. Þeir láta þess báðir getið að þeir fái góða meðhöndlun í prísundinni en kalla eftir hjálp við að fá sig lausa. Myndbandið var fyrsta lífsmarkið frá tvímenningunum frá því þeir hurfu af vettvangi í Gaza fyrir tíu dögum. Í yfirlýsingu sem fylgdi upptökunni er því lýst yfir, í nafni „Heilögu heilags-stríðs-hersveitanna“ að gíslarnir verði þá aðeins látnir lausir að allir múslimar í bandarískum fangelsum verði látnir lausir innan þriggja sólarhringa. Einskis var getið um hvað myndi gerast ef ekki yrði gengið að þessum kröfum. Þótt herskáir Palestínumenn hafi oft tekið erlenda gísla til að þrýsta á um lausn palestínskra fanga í Ísrael er þetta í fyrsta sinn sem palestínskir gíslatökumenn gera kröfur til yfirvalda í öðru ríki en Ísrael. Talsmenn palestínsku heimastjórnarinnar, þar á meðal Ismail Haniyeh forsætisráðherra, hafa skorað á gíslatökumennina að láta Centanni og Wiig lausa. Í flestum fyrri tilfellum þar sem útlendingum hefur verið rænt á palestínsku sjálfsstjórnarsvæðunum hafa gíslarnir verið í góðu yfirlæti, oft boðið te heima í stofu hjá fjölskyldum mannræningjanna, kröfur gíslatökumannanna takmarkast við að tilteknir fangar Ísralea yrðu látnir lausir, og búið að semja um frelsi fyrir gíslana á sama sólarhring og þeim var rænt. Í þetta sinn er allt annað uppi á teningnum, enginn lýsti yfir ábyrgð á hvarfi mannanna í meira en viku og kröfurnar eru aðrar og meiri.
Erlent Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira