Ísraelsher hélt áfram árásum á Líbanon 14. júlí 2006 07:00 Farþegar bíða Líbanar biðu upp á von og óvon á Rafik Hariri-flugvellinum í Beirút í Líbanon í gær, en flugvellinum var lokað eftir að Ísraelsher réðst á flugvöllinn með sprengjum. Flugvöllurinn er eini alþjóðlegi flugvöllur landsins. MYND/AP Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun. Erlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira
Ísraelsher hélt áfram árásum sínum á Líbanon í gær með auknum krafti, og skaut sprengjum á eina alþjóðlega flugvöll landsins, Rafik Hariri flugvöllinn í Beirút, sem og á tvo herflugvelli og setti hafnarbann á landið. Jafnframt vörpuðu þeir hundruðum sprengja víðar um Líbanon og fórust um 50 óbreyttir íbúar í þeim árásum, þar með talin nokkur ung börn. Rúmlega hundrað menn lágu sárir eftir. Þetta var harðasta árás Ísraels á Líbanon í 24 ár. Árás Ísraela kom í kjölfar þess að vígamenn Hezbollah samtakanna tóku tvo ísraelska hermenn höndum á miðvikudag. Í árásunum í gær sprengdu Ísraelar jafnframt vopnabúr Hezbollah og vegakerfi landsins. Talsmaður Ísraelshers sagði að „ekkert væri öruggt“ í Líbanon nú og sagði Beirút vera skotmark. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði herinn hafa staðfestar upplýsingar um að liðsmenn Hezbollah væru að flytja hermennina til Írans. Hezbollah svaraði með sprengjuárás á Ísrael sem varð einum óbreyttum Ísraelsmanni að bana og særði 12. Talsmenn Hezbollah hafa farið fram á fangaskipti við Ísraela, en yfirmenn hersins og Ísraelsstjórn þvertaka fyrir að slík skipti geti farið fram, og segjast ætla að útrýma Hezbollah með öllum tiltækum ráðum í eitt skipti fyrir öll. „Allar aðgerðir eru réttlætanlegar til að koma í veg fyrir hryðjuverk,“ sagði herforinginn Udi Adam í samtali við fréttamenn. Ráðamenn í Ísrael sögðu líbönsku ríkisstjórnina bera ábyrgð á aðgerðum Hezbollah. Líbanska stjórnin sagðist aftur á móti ekkert hafa haft með málið að gera, enda hafi stjórnin hvorki vald yfir Hezbollah né stjórn á gerðum liðsmanna þeirra. Hins vegar hefur stjórnin ekki neytt samtökin til að afvopnast af ótta við frekara ofbeldi. Líbanska ríkisstjórnin bað öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að hafa afskipti af málinu og óskaði jafnframt eftir vopnahléi í gær. Hið sama gerðu vestrænar þjóðir og Sameinuðu þjóðirnar, og hvöttu Hezbollah jafnframt til að skila hermönnunum. Talsmenn Evrópusambandsins sögðu viðbrögð Ísraela „úr öllu samhengi“ við ógnunina gegn þeim. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði hins vegar Ísraela „verða að verjast“ og hældi þeim fyrir að ráðast gegn hryðjuverkamönnum. Arababandalagið mun halda neyðarfund um ástandið í Kaíró í Egyptalandi á morgun.
Erlent Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Sjá meira