Franski bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham vandar fyrrum félögum sínum í Rennes ekki kveðjurnar og segist hafa farið frá félaginu af því það kjósi að vera með viljalausa sauði í sínum röðum.
Ekotto er 22 ára gamall og hefur átt fast sæti í liði Tottenham í vetur. Hann er þó ekki sáttur við það hvernig hann skildi við fyrrum félag sitt. "Það er tvennt ólíkt hvernig haldið er á spöðunum hér á Englandi eða í Frakklandi þegar kemur að ungum leikmönnum. Hérna eru ungir leikmenn mjög mikilvægir, en í Frakklandi eru þeir gerðir að góðum fótboltamönnum og svo látnir fara annað.
Hjá Lens voru þeir alveg hættir að hlusta á mig og einbeittu sér að nýju leikmönnunum hjá félaginu. Ég var kannski of duglegur við að láta í mér heyra - þeir vilja frekar vera með rollur í liðinu en öfluga persónuleika og það hefur ef til vill orðið liðinu að falli á síðustu leiktíð," sagði Ekotto.