Ræða uppsagnir vegna vinnuálags 15. apríl 2005 00:01 Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira