Ræða uppsagnir vegna vinnuálags 15. apríl 2005 00:01 Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira
Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Fleiri fréttir Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Sjá meira