Níu milljónir bak við lás og slá 24. nóvember 2005 11:45 123 eru í íslenskum fangelsum, 118 karlar og fimm konur. Þrettán fangar eru erlendir ríkisborgarar. MYND/Vísir Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum. Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Fangar heimsins eru orðnir rúmlega níu milljónir talsins og meira en helmingi þeirra er haldið í fangelsum í þremur ríkjum, Bandaríkjunum, Kína og Rússlandi. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hafa fæsta á bak við lás og slá. Föngum hefur fjölgað í þremur af hverjum fjórum ríkjum heims á síðustu árum, þar af í níu af hverjum tíu ríkjum Asíu samkvæmt samantekt King's College háskólans í Lundúnum. Tvö ríki skera sig úr fyrir flesta fanga. Flestir eru í bandarískum fangelsum, rúmar tvær milljónir. Meira en einni og hálfri milljón manna er haldið í kínverskum fangelsum. Næst kemur Rússland með 760 þúsund fanga og Brasilía og Kína með rúmlega 300 þúsund fanga. Bandaríkin eru líka efst á lista yfir þau ríki heims sem eru með hæst hlutfall íbúa sinna á bak við lás og slá. Þar eru 714 í fangelsi á hverja 100 þúsund íbúa en næst koma Bermúda, Hvíta-Rússland og Rússland með 532 og í fimmta sæti er Palaueyja í Kyrrahafi með 523 í fangelsi framreiknað á 100 þúsund íbúa. Á hinum enda töflunnar er svo Búrkína Faso þar sem 23 af hverjum 100 þúsund íbúum eru í fangelsi. Robin Lovitt verður að óbreyttu tekinn af lífi Í Bandaríkjunum næsta miðvikudag og verður þá þúsundasti fanginn til að verða líflátinn síðan dauðarefsing var tekin upp á ný árið 1976. Dauðadómum og dauðarefsingum fækkaði þó á síðasta ári. Ef litið er til Norðurlanda eru flestir fangar í Svíþjóð, tæplega sjö þúsund eða 75 á hverja 100 þúsund íbúa. Næstir koma Finnar með 71 fanga á hverja 100 þúsund íbúa, Danir með 70, Norðmenn 65 og Ísland með 39. Fæstir eru svo í haldi í Færeyjum, fjórtán í allt eða 30 framreiknað á 100 þúsund íbúa. Fangafjöldi á Íslandi hefur rokkað nokkuð síðasta áratuginn. Flestir voru fangarnir 46 á hverja 100 þúsund íbúa árið 1996 en fæstir voru þeir 33 árið 2000. Í morgun sátu 123 einstaklingar inni í íslenskum fangelsum, 118 karlmenn og fimm konur. Þrettán, eða tíundi hluti, eru erlendir ríkisborgarar, þar af eru þrjá konur og því sitja aðeins tvær íslenskar konur í íslenskum fangelsum.
Erlent Fréttir Lög og regla Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent