Innlent

Fjallar ekki um ákæruliðina átta

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Valli

Sérstakur saksóknari sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skipaði í Baugsmálinu hefur aðeins vald í þeim 32 ákæruliðum Baugsmálsins sem vísað var frá dómi en ekki þeim átta sem eftir standa af 40 upphaflegum ákæruliðum.. Bogi Nilsen ríkissaksóknari fer með ákæruvald í þeim liðum. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt rúmlega níu.

Ekki var úrskurðað um hæfi Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra til að skipa sérstakan saksóknara.

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eins sakborninga, segir að með því að úrskurða um hvar ákæruvaldið liggur hafi dómstóllinn gengið lengra en sakborningar hafi farið framá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×