Innlent

Greinir á

Lögmenn 365 miðla og Jónínu Benediktsdóttur greinir verulega á um það hvort lögbann, sem sýslumaður setti á gögn í fórum blaðamanna Fréttablaðsins, hafi verið lögmætt. Lögmaður Jónínu Benediktsdóttur telur að lögbannið sé fyllilega eðlilegt. Það liggi fyrir að brotið hafi verið á hagsmunum Jónínu og ráðist inn á hennar einkalíf. Hann segir ljóst að birting einkagagna, sem fengin eru með ólögmætum hætti, sé ólögmæt. Hróbjartur Jónatansso, hæstaréttarlögmaður, segir að sínendurtekin brot Fréttablaðsins hafi bent til þess að þessu yrði haldið. Gerðabeiðandi veit ekki hvaða gögn Fréttablaðið hafði undir höndunum og því full ástæða að stöðva birtingarnar og þar af leiðandi var lögbannið fyllilega réttmætt. Jón Magnússon lögmaður 365 miðla er þessu ósammála. Hann segir það einstakt að leggja lögbann á það sem þegar hefur birst. Lögbanninu var mótmælt en fulltrúi sýslumanns ákvað að verða við lögbannsbeiðninni eins og hún kom fram frá gerðarbeiðanda og ekkert sé við því að gera. Hann segir að skoða verði lögbannskröfuna í víðu samhengi. Sérstaklega spurninguna um málfrelsi og hvaða rétt fjölmiðlar hafa til að birta fréttir. Hann telur lögbannið gert á hæpnum forsendum og hann væntir þess að banninu verði hnekkt í dómi. Hróbjartur segir að menn verði að vanda sig með meðferð á tjáningarfrelsinu og það verði að fara með það af ábyrgð og virðingu gagnvart öðrum mannréttindum. Lögmaður 365 miðla segir dóminn sem kveðinn verði upp varðandi lögbannið verða fordæmisgefandi.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×