Innlent

Íbúaþing D-lista í Laugardalnum

Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna efnir til íbúaþings í dag klukkan 17 í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokksins, setur íbúaþingið og mun kynna hugmyndir um betri borg. Eftir það tekur við hópastarf undir stjórn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem öllum þátttakendum gefst kostur á að lýsa sínum sjónarmiðum og koma með eigin hugmyndir og ábendingar. Áætlað er að íbúaþingið standi til rúmlega átta og eru allir velkomnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×