Monopoly kastað á milli 3. júní 2005 00:01 Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar. Ungum sjálfstæðismönnum hugnast ekki fyrirhuguð sumarhúsabyggð við Úlfsljótsvatn eða aðrar aðgerðir stjórnenda Orkuveitunnar sem þeim finnst ekki samrýmast hlutverki Orkuveitunnar. Til að mótmæla taumlausri eyðslu Alfreðs Þorsteinssonar gáfu þeim honum spilið Monopoly, en orðið þýðir einmitt einokun. Alfreð svaraði um hæl og sendi spilið til baka því honum finnst sanngjarnt að sjálfstæðismenn líti í eigin barm. Hann segir rekstur Orkuveitu Reykjavíkur ganga gríðarlega vel, fyrirtækið græði á hverju ári nokkra milljarða og hafi lagt rúma 20 milljarða á núvirði í borgarsjóð þau tíu ár sem R-listinn hafi verið við stjórn. Því skilji hann ekki hvers vegna sjálfstæðismenn amist sífellt út í Orkuveituna. Hins vegar er Perlan svolítill baggi á Orkuveitunni, að sögn Alfreðs, og því finnst honum tilvalið að félagsmenn SUS bjóði Davíð Oddsyni, fyrrverandi borgarstjóra, í Perluna til að spila Monopoly. Spurður hvort hann sé ekki aðeins að reyna að dreifa athyglinni frá því sem finna megi að í rekstri orkuveitunnar, t.d. risarækjueldi, gagnaflutningar Línu.Nets og fleiru, segir Alfreð að OR hafi ekkert verið að tapa á þessum verkefnum, öfugt við „perluævintýri“ sjálfstæðismanna. Hann vill því ekki kannast við að verið sé að bruðla í rekstrinum. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Brask og bruðl er aðalmálið í spilinu Monopoly, eða Matador eins og flestir kalla það. Af þessum sökum þótti ungum sjálfstæðismönnum tilvalið að senda Alfreð Þorsteinssyni, stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur, spilið í dag. Honum finnst það hins vegar betur komið hjá Davíð Oddssyni, guðföður Perlunnar. Ungum sjálfstæðismönnum hugnast ekki fyrirhuguð sumarhúsabyggð við Úlfsljótsvatn eða aðrar aðgerðir stjórnenda Orkuveitunnar sem þeim finnst ekki samrýmast hlutverki Orkuveitunnar. Til að mótmæla taumlausri eyðslu Alfreðs Þorsteinssonar gáfu þeim honum spilið Monopoly, en orðið þýðir einmitt einokun. Alfreð svaraði um hæl og sendi spilið til baka því honum finnst sanngjarnt að sjálfstæðismenn líti í eigin barm. Hann segir rekstur Orkuveitu Reykjavíkur ganga gríðarlega vel, fyrirtækið græði á hverju ári nokkra milljarða og hafi lagt rúma 20 milljarða á núvirði í borgarsjóð þau tíu ár sem R-listinn hafi verið við stjórn. Því skilji hann ekki hvers vegna sjálfstæðismenn amist sífellt út í Orkuveituna. Hins vegar er Perlan svolítill baggi á Orkuveitunni, að sögn Alfreðs, og því finnst honum tilvalið að félagsmenn SUS bjóði Davíð Oddsyni, fyrrverandi borgarstjóra, í Perluna til að spila Monopoly. Spurður hvort hann sé ekki aðeins að reyna að dreifa athyglinni frá því sem finna megi að í rekstri orkuveitunnar, t.d. risarækjueldi, gagnaflutningar Línu.Nets og fleiru, segir Alfreð að OR hafi ekkert verið að tapa á þessum verkefnum, öfugt við „perluævintýri“ sjálfstæðismanna. Hann vill því ekki kannast við að verið sé að bruðla í rekstrinum.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira