Stríðsöxin grafin á NATO-fundinum 22. febrúar 2005 00:01 Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi. Það voru glaðhlakkalegir NATO-leiðtogar sem stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í morgun enda kannski ástæða til; þíða er komin í innri samskipti bandalagsins og menn á nýjan leik farnir að tala saman og vinna saman. Fréttaskýrendur segja að samskiptin hafi ekki verið svona góð á milli Evrópu og Bandaríkjanna í mörg ár. Reyndar segi það minnst um það hversu gott sambandið er einmitt núna, en mun meira um það hversu súrt það var í kjölfar Íraksstríðsins. George Bush sagðist skilja að Íraksstríðið hafi skapraunað mörgum Evrópuþjóðum. Lykilatriðið núna væri hins vegar að leggja það til hliðar og einbeita sér að því að hjálpa hinu nýja lýðræði að ná árangri. Samstaða náðist á fundinum í dag um að öll 26 NATO-ríkin muni koma að því að þjálfa öryggissveitir í Írak, hvort sem það verður gert innan Íraks eða utan. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir að íslensk stjórnvöld muni leggja fé í sérstakan sjóð til að hjálpa til við þjálfunina. Hann segir að það hafi einnig verið samþykkt að halda því opnu að NATO þjálfi öryggissveitir Palestínumanna og sendi jafnvel friðargæsluliða til að hjálpa til við að halda friðinn þegar samningar hafi náðst á milli Ísraels og Palestínu. Mjög var fylgst með samskiptum Bush Bandaríkjaforseta og Chiracs Frakklandsforseta á fundinum í dag, enda hafa deilurnar yfir Atlantsála kristallast í þeirra persónum. Halldór segir greinilegt að þeir hafi báðir reynt að sýna fram á að þeir ætluðu sér að vinna saman innan NATO í framtíðinni. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Evrópuþjóðir og Bandaríkin grófu stríðsöxina á táknrænan hátt í dag þegar samstaða náðist meðal leiðtoga Atlantshafsbandalagsins um að NATO-ríkin tækju að sér að þjálfa öryggissveitir í Írak. Framlag Íslands felst í tólf milljóna króna stuðningi. Það voru glaðhlakkalegir NATO-leiðtogar sem stilltu sér upp fyrir framan myndavélarnar í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í morgun enda kannski ástæða til; þíða er komin í innri samskipti bandalagsins og menn á nýjan leik farnir að tala saman og vinna saman. Fréttaskýrendur segja að samskiptin hafi ekki verið svona góð á milli Evrópu og Bandaríkjanna í mörg ár. Reyndar segi það minnst um það hversu gott sambandið er einmitt núna, en mun meira um það hversu súrt það var í kjölfar Íraksstríðsins. George Bush sagðist skilja að Íraksstríðið hafi skapraunað mörgum Evrópuþjóðum. Lykilatriðið núna væri hins vegar að leggja það til hliðar og einbeita sér að því að hjálpa hinu nýja lýðræði að ná árangri. Samstaða náðist á fundinum í dag um að öll 26 NATO-ríkin muni koma að því að þjálfa öryggissveitir í Írak, hvort sem það verður gert innan Íraks eða utan. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd og segir að íslensk stjórnvöld muni leggja fé í sérstakan sjóð til að hjálpa til við þjálfunina. Hann segir að það hafi einnig verið samþykkt að halda því opnu að NATO þjálfi öryggissveitir Palestínumanna og sendi jafnvel friðargæsluliða til að hjálpa til við að halda friðinn þegar samningar hafi náðst á milli Ísraels og Palestínu. Mjög var fylgst með samskiptum Bush Bandaríkjaforseta og Chiracs Frakklandsforseta á fundinum í dag, enda hafa deilurnar yfir Atlantsála kristallast í þeirra persónum. Halldór segir greinilegt að þeir hafi báðir reynt að sýna fram á að þeir ætluðu sér að vinna saman innan NATO í framtíðinni.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira