Krefjast afsagnar Fischers 21. febrúar 2005 00:01 Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. „Hafi einhver gert einhver mistöki einhversstaðar í utanríkisráðuneytinu ber ég ábyrgð á því.“ Þetta er svar Fischers við gagnrýni á það sem virðist vera klúður í þýska utanríkisráðuneytinu. Málið snýst um vegabréfsáritanir sem veittar voru í Kænugarði á árunum 1999 til 2003. Meira en milljón Úkraínubúa fékk vegabréfsáritun til Þýskalands að því er virðist án þess að almennilega væri gengið úr skugga um eðli ferðalagsins og tilgang. Þeir sem notfærðu sér þessar vegabréfsáritanir og græddu mest á þeim voru smyglarar sem stunduðu mansal. Margir þeirra sem fengu vegabréfsáritanirnar enduðu sem ólöglegt vinnuafl í Þýskalandi, stór hluti í rauðum hverfum stórborga í vændi. Svo virðist sem óheppilegar reglur og spilltir starfsmenn sendiráða hafi sameinast um að gera mansal mögulegt. Þær raddir heyrast í þýskum fjölmiðlum að Fischer eigi að segja af sér og skiptir þá engu hvort að ritstjórnarstefna miðlanna telst fremur til hægri eða vinstri. Það er jafnvel gengið svo langt að velta fyrir sér framtíð Græningja án hans en Fischer er helsta og nánast eina raunverulega pólitíska stjarna flokksins og sá maður innan hans sem venjulegir Þjóðverjar bera helst traust til. En í þýskum fjölmiðlum velta því sumir fyrir sér hvort að andúð blaðamanna á Fischer spili þarna inn í, hvort að það geti verið að blaðamenn leiti raunverulega hálfgerðra hefnda. Þó að Fischer njóti almennra vinsælda og komi vel fyrir er hann einnig þekktur fyrir dónaskap og hroka í samskiptum við blaðamenn, sem kann að koma honum í koll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. „Hafi einhver gert einhver mistöki einhversstaðar í utanríkisráðuneytinu ber ég ábyrgð á því.“ Þetta er svar Fischers við gagnrýni á það sem virðist vera klúður í þýska utanríkisráðuneytinu. Málið snýst um vegabréfsáritanir sem veittar voru í Kænugarði á árunum 1999 til 2003. Meira en milljón Úkraínubúa fékk vegabréfsáritun til Þýskalands að því er virðist án þess að almennilega væri gengið úr skugga um eðli ferðalagsins og tilgang. Þeir sem notfærðu sér þessar vegabréfsáritanir og græddu mest á þeim voru smyglarar sem stunduðu mansal. Margir þeirra sem fengu vegabréfsáritanirnar enduðu sem ólöglegt vinnuafl í Þýskalandi, stór hluti í rauðum hverfum stórborga í vændi. Svo virðist sem óheppilegar reglur og spilltir starfsmenn sendiráða hafi sameinast um að gera mansal mögulegt. Þær raddir heyrast í þýskum fjölmiðlum að Fischer eigi að segja af sér og skiptir þá engu hvort að ritstjórnarstefna miðlanna telst fremur til hægri eða vinstri. Það er jafnvel gengið svo langt að velta fyrir sér framtíð Græningja án hans en Fischer er helsta og nánast eina raunverulega pólitíska stjarna flokksins og sá maður innan hans sem venjulegir Þjóðverjar bera helst traust til. En í þýskum fjölmiðlum velta því sumir fyrir sér hvort að andúð blaðamanna á Fischer spili þarna inn í, hvort að það geti verið að blaðamenn leiti raunverulega hálfgerðra hefnda. Þó að Fischer njóti almennra vinsælda og komi vel fyrir er hann einnig þekktur fyrir dónaskap og hroka í samskiptum við blaðamenn, sem kann að koma honum í koll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira