Krefjast afsagnar Fischers 21. febrúar 2005 00:01 Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. „Hafi einhver gert einhver mistöki einhversstaðar í utanríkisráðuneytinu ber ég ábyrgð á því.“ Þetta er svar Fischers við gagnrýni á það sem virðist vera klúður í þýska utanríkisráðuneytinu. Málið snýst um vegabréfsáritanir sem veittar voru í Kænugarði á árunum 1999 til 2003. Meira en milljón Úkraínubúa fékk vegabréfsáritun til Þýskalands að því er virðist án þess að almennilega væri gengið úr skugga um eðli ferðalagsins og tilgang. Þeir sem notfærðu sér þessar vegabréfsáritanir og græddu mest á þeim voru smyglarar sem stunduðu mansal. Margir þeirra sem fengu vegabréfsáritanirnar enduðu sem ólöglegt vinnuafl í Þýskalandi, stór hluti í rauðum hverfum stórborga í vændi. Svo virðist sem óheppilegar reglur og spilltir starfsmenn sendiráða hafi sameinast um að gera mansal mögulegt. Þær raddir heyrast í þýskum fjölmiðlum að Fischer eigi að segja af sér og skiptir þá engu hvort að ritstjórnarstefna miðlanna telst fremur til hægri eða vinstri. Það er jafnvel gengið svo langt að velta fyrir sér framtíð Græningja án hans en Fischer er helsta og nánast eina raunverulega pólitíska stjarna flokksins og sá maður innan hans sem venjulegir Þjóðverjar bera helst traust til. En í þýskum fjölmiðlum velta því sumir fyrir sér hvort að andúð blaðamanna á Fischer spili þarna inn í, hvort að það geti verið að blaðamenn leiti raunverulega hálfgerðra hefnda. Þó að Fischer njóti almennra vinsælda og komi vel fyrir er hann einnig þekktur fyrir dónaskap og hroka í samskiptum við blaðamenn, sem kann að koma honum í koll. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira
Hart er sótt að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, að segja af sér í kjölfar þess að upp komst um afdrifaríkt klúður í utanríkisráðuneytinu. „Hafi einhver gert einhver mistöki einhversstaðar í utanríkisráðuneytinu ber ég ábyrgð á því.“ Þetta er svar Fischers við gagnrýni á það sem virðist vera klúður í þýska utanríkisráðuneytinu. Málið snýst um vegabréfsáritanir sem veittar voru í Kænugarði á árunum 1999 til 2003. Meira en milljón Úkraínubúa fékk vegabréfsáritun til Þýskalands að því er virðist án þess að almennilega væri gengið úr skugga um eðli ferðalagsins og tilgang. Þeir sem notfærðu sér þessar vegabréfsáritanir og græddu mest á þeim voru smyglarar sem stunduðu mansal. Margir þeirra sem fengu vegabréfsáritanirnar enduðu sem ólöglegt vinnuafl í Þýskalandi, stór hluti í rauðum hverfum stórborga í vændi. Svo virðist sem óheppilegar reglur og spilltir starfsmenn sendiráða hafi sameinast um að gera mansal mögulegt. Þær raddir heyrast í þýskum fjölmiðlum að Fischer eigi að segja af sér og skiptir þá engu hvort að ritstjórnarstefna miðlanna telst fremur til hægri eða vinstri. Það er jafnvel gengið svo langt að velta fyrir sér framtíð Græningja án hans en Fischer er helsta og nánast eina raunverulega pólitíska stjarna flokksins og sá maður innan hans sem venjulegir Þjóðverjar bera helst traust til. En í þýskum fjölmiðlum velta því sumir fyrir sér hvort að andúð blaðamanna á Fischer spili þarna inn í, hvort að það geti verið að blaðamenn leiti raunverulega hálfgerðra hefnda. Þó að Fischer njóti almennra vinsælda og komi vel fyrir er hann einnig þekktur fyrir dónaskap og hroka í samskiptum við blaðamenn, sem kann að koma honum í koll.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sjá meira