Kippur kominn í kosningabaráttuna 7. febrúar 2005 00:01 Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. Stjórnin heldur þó velli samkvæmt skoðanakönnun Megafone sem birt var í morgun. Frjálslyndi flokkurinn, Venstre og Íhaldsflokkurinn mynda stjórnina hér í Danmörku með stuðningi danska Þjóðarflokksins og samtals hafa flokkarnir 98 þingsæti af 179. Samkvæmt könnuninni missir stjórnin fimm menn og fær 93 þingsæti. Allt getur gerst segir Mogens Lykketoft, formaður Jafnaðarmannaflokksins, í fjölmiðlum en umræða um útreið flokksins hefur verið fyrirferðamikil í fjölmiðlum. Jafnaðarmenn mælast nú með 25% fylgi, fjórum prósentum minna en í kosningunum 2001. Venstre, flokkur forsætisráðherrans Anders Fogh Rasmussens, mælist með 29%, tveimur prósentum minna en fyrir fjórum árum. Stuðningsflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, stendur í stað með 12% en mesta athygli vekur að róttækir vinstrimenn, gamalt klofningsframboð frá Venstre, bætir við sig og mælist nú með 10% fylgi en fékk 5% í síðustu kosningum. Formaður þess flokks, Marianne Jelved, gæti því verið í ansi áhugaverðri stöðu að loknum kosningunum en hefur þó sagt að hún vilji stjórnarskipti. Viðbrögð Venstre við þessari þróun eru þau að varaformaðurinn segir að atkvæði til róttækra sé atkvæði greitt jafnaðarmönnum. Jafnaðarmenn tala mikið um danska lífeyrissjóðskerfið á endasprettinum sem umræða hefur verið um að geti ekki staðið undir sér í framtíðinni. Ég sat núna hádegisfund með Svend Auken sem var fomaður jafnaðarmanna á árunum 1987-1992 og hann talaði um nauðsyn þess að atvinnurekendur komi að því að skapa fleiri störf fyrir fólk yfir fimmtugt. Hann talaði einnig um framtíð Lykketofts og sagði hana trygga, hver svo sem kosningaúrslitin verða. Það er sem sagt hiti í lokaspretti kosningabaráttunar í Danmörku en danska veðurstofan spáir ágætu kosningaveðri, sólríku og hitastigi um frostmark.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira