Innlent

Leiðindafærð um allt land

Leiðindafærð var víða á landinu í gær þó svo að flestar helstu leiðir væru færar. Mosfellsheiði var þó ófær og varaði Vegagerðin fólk við því að vera þar á ferli. Á Hellisheiði og í Þrengslum var bæði hálka og skafrenningur og lítið sem ekkert skyggni síðdegis og hálka og snjóþekja á Vesturlandi. Gert var ráð fyrir að Ísafjarðardjúp opnaðist í gærkvöld þó svo að óvíst væri hvað mokstur tæki langan tíma vegna yfirvofandi snjóflóða. Annars staðar á landinu var snjóþekja, hálka og skafrenningur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×