Gallup stendur við könnunina 10. janúar 2005 00:01 IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira
IMG - Gallup á Íslandi segist standa fyllilega við könnun á afstöðu Íslendinga til þátttöku Íslands á lista hinna viljugu þjóða sem studdu hernaðaraðgerðir í Írak. Þrír ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa farið niðrandi orðum um könnunina. Bæði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddssson utanríkisráðherra hafa sagt að spurningin hafi verið villandi og utanríkisráðherra bætti reyndar um betur og sagði að hún væri svo vitlaus að hann hefði sjálfur lent í erfiðleikum með að svara henni. Nú síðast gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra könnunina og segir hana makalausa. Hann segir að Gallup sé alþjóðlegt gæðamerki um vönduð vinnubrögð við skoðanakannanir og að teknu tilliti til þessara atriða sé meiri ástæða en ella til að huga að vinnubrögðum Gallups. Áttatíu og fjögur prósent þjóðarinnar töldu samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar að Ísland hefði ekki átt að vera á lista hinna viljugu þjóða sem styðja hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna og Breta í Írak. Forsvarsmenn Gallups á Íslandi vildu ekki koma í viðtal og tjá sig um ummæli íslenskra ráðamanna um könnunina sem birtist í janúarhefti Þjóðarpúlsins, mánaðarlegu fréttabréfi fyrirtækisins. Síðdegis barst þó tilkynning þar sem segir að vegna umræðu um könnunina vilji fyrirtækið koma því á framfæri. að það hafi átt frumkvæði að gerð hennar og standi að öllu leyti við það sem þar birtist. Þá er tekið fram að óheimilt sé að birta niðurstöður kannana úr Þjóðarpúlsi Gallups í auglýsingum án sérstakrar heimildar, en talsmenn Þjóðarhreyfingarinnar ætla að greina frá niðurstöðum könnunarinnar í neðanmáli auglýsingar sem birtast á í stórblaðinu New York Times. Þar munu þúsundir Íslendinga lýsa því yfir að innrásin hafi ekki verið gerð í þeirra nafni.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Sjá meira