Eins og minkar í hænsnabúi 29. janúar 2005 00:01 Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni. Una er einnig formaður Landssambands framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Talað hefur verið um hallarbyltingu í félaginu og látið liggja að því að tilgangur með henni sé að koma Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og bróður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, að sem oddvita framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs. Á fundinn á Hótel Borg mættu allar þingkonur flokksins og um þrjátíu konur í allt en engin þeirra kvenna sem gengu í Freyju í vikunni. Þungt hljóð var í mörgum og þótti sumum sem Freyja hefði verið hertekin af bandamönnum Páls og Árna. Með innkomu kvennanna fjölgaði stuðningsmönnum bræðranna verulega. Konurnar skráðu sig í félagið sama dag og fundurinn fór fram með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, konu Páls, og á meðal þeirra var Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar. Viðmælandi blaðsins úr röðum framsóknarkvenna, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að framkoma kvennanna á fundinum gæti hafa verið lögleg en sé örugglega siðlaus. Fundurinn hefur verið kærður til laganefndar Framsóknarflokksins sem fjallar um málið í næstu viku. Á fundinum í gær var rætt um að óheppilegt hafi verið að Páll og Árni Magnússynir stæðu svo nærri byltingu innan kvenfélags í flokknum, það væri eins og að hleypa minkum inn í hænsnabú. "Það er óviðunandi að karlmenn séu komnir með hendurnar inn í kvenfélögin," sagði viðmælandi blaðsins. Siv Friðleifsdóttur sagði á heimasíðunni í gær að flokksmönnum misbjóði að ítrekað skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að Landssambandið ætli að berjast fyrir því á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins að í lög flokksins verði sett ákvæði um að í forystu flokksins verði konur aldrei færri en fjörutíu prósent fulltrúa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Heitar umræður urðu um átök í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi, á fundi Landssambands framsóknarkvenna í gær. Á aðalfundi Freyju í liðinni viku gengu 43 konur í félagið og felldu Unu Maríu Óskarsdóttur, varaformann félagsins, úr stjórninni. Una er einnig formaður Landssambands framsóknarkvenna og fyrrverandi aðstoðarmaður Sivjar Friðleifsdóttur í umhverfisráðuneytinu. Talað hefur verið um hallarbyltingu í félaginu og látið liggja að því að tilgangur með henni sé að koma Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra og bróður Árna Magnússonar félagsmálaráðherra, að sem oddvita framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs. Á fundinn á Hótel Borg mættu allar þingkonur flokksins og um þrjátíu konur í allt en engin þeirra kvenna sem gengu í Freyju í vikunni. Þungt hljóð var í mörgum og þótti sumum sem Freyja hefði verið hertekin af bandamönnum Páls og Árna. Með innkomu kvennanna fjölgaði stuðningsmönnum bræðranna verulega. Konurnar skráðu sig í félagið sama dag og fundurinn fór fram með aðstoð Aðalheiðar Sigursveinsdóttur, konu Páls, og á meðal þeirra var Edda Björg Hákonardóttir, eiginkona Árna Magnússonar. Viðmælandi blaðsins úr röðum framsóknarkvenna, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagði að framkoma kvennanna á fundinum gæti hafa verið lögleg en sé örugglega siðlaus. Fundurinn hefur verið kærður til laganefndar Framsóknarflokksins sem fjallar um málið í næstu viku. Á fundinum í gær var rætt um að óheppilegt hafi verið að Páll og Árni Magnússynir stæðu svo nærri byltingu innan kvenfélags í flokknum, það væri eins og að hleypa minkum inn í hænsnabú. "Það er óviðunandi að karlmenn séu komnir með hendurnar inn í kvenfélögin," sagði viðmælandi blaðsins. Siv Friðleifsdóttur sagði á heimasíðunni í gær að flokksmönnum misbjóði að ítrekað skuli stofnað til ófriðar í flokknum. Bryndís Bjarnason, jafnréttisfulltrúi Framsóknarflokksins, segir að Landssambandið ætli að berjast fyrir því á komandi flokksþingi Framsóknarflokksins að í lög flokksins verði sett ákvæði um að í forystu flokksins verði konur aldrei færri en fjörutíu prósent fulltrúa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira