Átta hús skemmd eftir snjóflóð 4. janúar 2005 00:01 Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira
Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Fleiri fréttir Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Sjá meira