Innlent

Sumir Bolvíkinga snúa heim

Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur hefur aflétt rýmingu á íbúðarhúsum í Ljósalandi, Heiðarbrún og hluta Traðarlands og geta íbúar þessara húsa haldið til síns heima. Er þarna um að ræða 24 hús. Rýming sex húsa í Dísarlandi er áfram í gildi. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir athuganir á snjóalögum ennþá í gangi og því sé ekki útilokað að íbúar Dísarlands komist til síns heima í dag. Það skýrist þó ekki fyrr en síðar í dag. Bæjarins besta greinir frá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×