Kosið aftur innan sex vikna 24. apríl 2005 00:01 Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Einn fámennasti hreppur landsins, Skorradalshreppur, var sá eini sem felldi sameiningu fimm sveitarfélaga á Vesturlandi í sameiningarkosningu í gær. Sameiningin var hins vegar samþykkt í Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi. Sveinbjörn Eyjólfsson, formaður sameiningarnefndar, segir úrslitin þýða að Skorradalshreppur verði að kjósa aftur innan sex vikna. Ef íbúar hreppsins samþykkja þá mun sameiningin eiga sér stað. Ef þeir hins vegar fella sameininguna aftur geta sveitarstjórnir hinna sveitarfélaganna ákveðið að sameinast. Sveinbjörn kveðst velta því fyrir sér hvað valdi því að Skorradalshreppur vilji ekki taka þátt í því stóra samfélagi sem gæti orðið til með sameiningunni. Honum finnst fyllsta ástæða að senda mannfræðinga í hreppinn til að athuga hvað valdi, án þess að hann vilji tala niðrandi um íbúa hreppsins. Í Skorradalshreppi voru 49 á kjörskrá, þar af greiddu 45 atkvæði, 17 þeirra vildu sameina en 28 höfnuðu sameiningu. Þetta er í þriðja sinn sem Skorradalshreppur hafnar sameiningu í kosningum. Davíð Pétursson, oddviti Skorradalshrepps, segist ekki hafa neina skýringu á því að hreppsbúar hafi fellt sameininguna; hver og einn verði að svara fyrir sig. Hann segir að sjálfsagt vilji fólk vita út í hvað sé verið að fara áður en skrefið sé tekið. Aðeins þeir sem sögðu nei munu kjósa aftur, samkvæmt reglunum að sögn Davíðs, en hann furðar sig á þeirri skipan mála. Honum finnst hin afgerandi niðurstaða í gær líka tala sínu máli. Mestur stuðningur við sameiningu reyndist í Borgarbyggð en þar er Borgarnes. Þar var sameining samþykkt með 86% atkvæða en kjörsókn þar reyndist þó aðeins 42%. Í Borgarfjarðarsveit var sameining samþykkt með 56% greiddra atkvæða, í Hvítársíðuhreppi einnig með 56% atkvæðum en í Kolbeinsstaðahreppi var sameining samþykkt með 52% atkvæða.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira