Nottla gegt gaman 14. desember 2004 00:01 Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr. Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Unga fólkið hefur skapað sér sitt eigið tungutak. Það hefur orðið til með nýjum samskiptaleiðum þar sem lítið pláss og mikill hraði ráða för. SMS og MSN er vettvangur samskipta ungmenna og ekki fyrir hvern sem er að skilja hvað þeim fer á milli. Fjöldi orða er skrifaður með öðrum hætti en áður hefur tíðkast og gjarnan er reynt að stafsetja þau í takt við hljóminn. Saman við hinn nýja rithátt íslenskunnar blandast svo nokkrir kimar enskrar tungu og ber þar mest á þremur meginþáttum, það er; hefðbundnum enskum slettum, bölvi og ragni á ensku og skammstöfunum orða og orðasambanda á ensku. Bölvið og ragnið verður ekki tíundað sérstaklega hér en sem dæmi um enskar skammstafanir má nefna; lol (lots of laughs) og omg (oh my good). Þá eru ýmis tákn mikið notuð og fer þar mest fyrir brosköllum með mismunandi svipbrigðum sem ætlað er að leggja áherslu á hið ritaða mál. Dæmi um MSN og SMS orðSlangur Þýðir Slangur ÞýðirEttaÞettaAllavenaAlla vegannaGeðeiktGeðveiktEssuÞessuGegtGeðveiktGeturru?Geturðu?GeggtGeðveiktEikkurEinhverMarMaðurNebbleaNefnilegaMarrMaðurAtlaru?Ætlarðu?NottlaNáttúrulegaSolisSvoleiðisEillegaEiginlegaSollisSvoleiðisEikkaðEitthvaðHuxaHugsaEikkaEitthvaðAuddaAuðvitaðEkkaEitthvaðÆslegtÆðislegtKasseiru?Hvað segirðu?NáttlegaNáttúrulega Það má heita athyglisvert að ungt fólk á afar gott með að skilja hvert annað þrátt fyrir að orðfærið sé á köflum nánast óskiljanlegt þeim sem eldri eru. Virðist sem vindar í þessum efnum blási með sama hætti um flestar þær þúfur sem ungmenni fyrirfinnast á. Það má líka heita athyglisvert að aðlögunarhæfni unga fólksins er gríðarmikil því flestum viðmælendum blaðsins bar saman um að krakkarnir ættu næsta auðvelt með að skipta um rithátt eftir viðfangsefnum. SMS- og MSN-málið nær aðeins í litlum mæli inn í skólastofurnar og þegar foreldrum eða öðrum fullorðnum eru send skilaboð eru þau skrifuð á hefðbundnu máli. Því má segja að krakkarnir tali tungum tveim. SMSOGMSNSMS er skilaboðakerfi farsíma. Í því er hægt að skrifa stuttan texta og senda á milli símanna. Textinn er skrifaður með tölustafahnöppum símans og eru þrír til fjórir bókstafir á bak við hvern tölustaf. Vanalega eru skilaboðin skrifuð með þumalfingrunum sem fyrir vikið eru orðnir sá líkamshluti sem unglingar nota hvað mest. Skilaboðin þurfa að vera stuttorð og hnitmiðuð þar sem símaskjárinn er jafnan lítill og plássið takmarkað.MSN er samskiptakerfi í tölvum þar sem hægt er að senda skilaboð á milli tveggja eða fleiri tölva á örskotsstundu. Skilaboðin eru slegin inn á lyklaborði tölvunnar. Samskiptin fara fram á miklum hraða og því gildir að nota sem fæsta stafi í orðin til að koma skilaboðunum sem fyrst frá sér. Þannig fær maður jú svörin fyrr.
Fréttir Innlent Lífið Menning Tækni Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent