Valda ekki flóðbylgjum hér 27. desember 2004 00:01 Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Jarðhræringar valda ekki flóðbylgjum hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn jarðeðlisfræðings. Mestu öldur myndast í mjög djúpum lægðum en hæst hefur hafalda mælst 25,2 metrar við Íslandsstrendur. Ölduhæð við Ísland er með því mesta sem þekkist að sögn Gísla Viggóssonar, forstöðumanns á Siglingastofnun Íslands. Strendur landsins eru því víða vel varðar miklum öldugangi ólíkt þeim svæðum þar sem 10 metra há flóðbylgja gekk á land í kjölfar jarðskjálftans í Asíu á sunnudag. Hæsta alda sem mælst hefur við strendur landsins var 25,2 metrar en þessi ölduhæð mældist við Vestmannaeyjar og Garðskaga þann 9. janúar árið 1990. Ölduhæðin olli gríðarlegum sjávarflóðum við Eyrarbakka og Stokkseyri og náði allt frá Vík í Mýrdal í austri að Snæfellsnesi í vestri að sögn Gísla. "Þessar stóru haföldur myndast þegar mjög djúpar lægðir eru mjög lengi að grafa um sig yfir Atlantshafinu," segir Gísli. "Veðurhæð þarf að vera mikil og það verður að blása mjög lengi." Einnig þarf stórstreymi að fara saman við mesta öldugang af völdum lægðarinnar að sögn Gísla. Jarðhræringar valda hins vegar ekki flóðbylgju hér við land nema við mjög sérstakar aðstæður að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. "Jarðskjálftar sem valda flóðbylgjum eru oftast tengdir lóðréttum hreyfingum í jarðskorpunni, það þarf að sparka svolítið undir hafsbotninn til þess að flóðbylgja myndist," segir Páll. "Flestir jarðskjálftar við landið tengjast láréttum hreyfingum í jarðskorpunni en ef hafsbotninn hreyfist bara lárétt verður vatnið ekkert vart við það og engin flóðbylgja verður til. " Páll segir flóðbylgjur á borð við þá sem gekk á land í Asíu á sunnudag mjög sjaldgæfar í Atlantshafi. "Þær finnast fyrst og fremst í Kyrrahafinu en koma örsjaldan fram í Indlandshafi eins og gerðist á sunnudaginn," segir Páll. Flóðbylgjur geta einnig myndast við það að eldfjöll hrynja í sjó fram. Slíkir atburðir eru afskaplega fátíðir að sögn Páls en gerast þó.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Veður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira