Sjö Íslendingar á hættusvæðum 28. desember 2004 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur ekki upplýsingar um 26 Íslendinga í Asíu. Talið er að aðeins hluti fólksins hafi verið á svæðum þar sem flóðbylgja reið á land í kjölfar jarðskjálftans á annan í jólum sem mældist níu á Richterkvarða. Staðfest er að rúmlega 23 þúsund manns hafi látist. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir ekkert benda til þess að Íslendingar hafi slasast eða farist. Gert sé ráð fyrir að meirihluti þeirra 26 sem engar spurnir hafi borist af hafi ekki verið á hættusvæðum, eins og í Pattaya og Singapúr, en ganga verði úr skugga um það. Pétur segir fjölskyldur nokkurra þeirra 26 hafa verið í sambandi við ráðuneytið. Hér heima óttist fólk af asískum ættum um afdrif ættingja sína. Somjai Sirimekha, túlkur hjá Alþjóðahúsi, segir sjö taílenskar fjölskyldur meðal þeirra. Rauði krossinn hefur boðið þeim aðstoð við að leita ættingja á hamfarasvæðunum. Rauði krossinn fundaði með áhyggjufullu fólki í húsakynnum sínum í gærkvöld. Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands, segir ríflega tvö þúsund hafa hringt í hjálparsíma Rauða krossins, 907 2020, og veitt þúsund króna framlag. Stjórnvöld hafi einnig ákveðið að veita fimm milljónir til hjálparstarfsins. Enginn Íslendingur hefur farið utan til hjálparstarfa. Þorsteinn Þorkelsson, sviðstjóri björgunarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, segir krafta Íslendinga sem starfi í viðbragðsliði Sameinuðu þjóðanna ekki hafa verið óskað að þessu sinni. Þórir segir um 130 manna þjálfaðan hóp veraldarvaktar Rauða krossins vera í viðbragðstöðu. Ekki sé útlit fyrir að hópurinn fari utan. Pétur segir danska sendiráðið í Bangkok ætla að hlutast til um Íslendinga á svæðinu. Þeir geti haft samband við danska hjálparmiðstöð á Phuket í Taílandi. Íslendinga leitað á hættusvæði:* - Óþekkt staðsetning á Taílandi 4- Pattaya á Taílandi11 - Taíland nálægt strönd 1 - Suðurhluti Taílands 1 - Cocin, Indlandi 1 - Balí, Indónesíu 6 - Singapúr 3 * Heimildir frá utanríkisráðuneytinu
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira