Erlent

Wangari fær nóbelsverðlaun í dag

Umhverfisverndarsinnin Wangari Maathai tekur við friðarverðlaunum Nóbels í Osló í dag. Maathai er frá Kenía og fyrsta konan frá Afríku sem hlýtur verðlaunin. Hún er forsvarsmaður hreyfingar sem kallast Græna beltið og hefur látið gróðursetja þrjátíu milljónir trjáa víðs vegar í Afríku. Maathai hefur ítrekað mátt sæta barsmíðum og fangelsunum fyrir að skipuleggja verndun á almenningsskógum í Kenía og fyrir að auka áhrif kvenna hvarvetna í landinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×