Innlent

Atlantsolía fær lóð

Borgarráð staðfesti í gær breytingu á borgarskipulaginu sem gerir ráð fyrir að reist verði sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og olíu við Bústaðaveg. Atlantsolía hefur þegar fengið fyrirheit um lóðina, sem stendur norðan við veitingastaðinn Sprengisand og austan hesthúsa Fáks á svæðinu. "Við viljum þakka borgaryfirvöldum fyrir þetta," segir Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri Atlantsolíu. "Þetta er stór dagur fyrir Reykvíkinga og Atlantsolíu því það hefur sýnt sig að það ríkir verðsamkeppni í þeim bæjarfélögum þar sem Atlantsolía rekur bensínsölu. Undirbúningur að hönnun stöðvarinnar er þegar hafinn og við væntum þess að stöðin verði komin í gagnið fyrir áramót."


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×