Innlent

Risatré brotnaði

Risavaxið tré í garði í Efstasundi 6 í Reykjavík bókstaflega kubbaðist í sundur í óveðrinu í fyrrinótt. Ekkert skemmdist þó þegar tréð slengdist til jarðar, en íbúar vöknuðu við skruðninginn. Íbúi að Efstasundi 6 kvaðst hafa vaknað, ásamt barni sínu, um miðja fyrrinótt við mikla skruðninga. Taldi íbúinn að þeir væru af völdum óveðursins sem geisaði um nóttina. Í gærmorgun kom hins vegar í ljóst að lætin voru ekki einungis af völdum veðurs. Stórt tré, sem staðið hafði í garðinum hafði brotnað um miðjan stofn og lagðist hluti þess yfir innkeyrsluna. Íbúinn kvaðst vera nýfluttur þannig að hann vissi ekki hversu gamalt tréð væri. Það væri brotið í tvennt en héngi uppi á nokkrum tægjum í stofninum. Ekki væri búið að hafa samband við eigandann, en það yrði gert áður en það yrði fjarlægt. Íbúinn sagði að engan skemmdir hefðu orðið af völdum trésins þegar það féll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×