Erlent

Suðað í forsætisráðherra Japans

Stuðningshópur sem vinnur að frelsun Bobby Fischer í Japan sendi í gær Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, bréf þar sem hann er hvattur til að leyfa Fischer að fara til Íslands þannig að hann sleppi við lögsókn í Bandaríkjunum. Í bréfinu til ráðherrans er því haldið fram að vegabréf Fischers hafi verið ógilt með ólögmætum hætti og að japönsk lög heimili brottför hans til Íslands. Þá er hann "grátbeðinn" um að leyfa Fischer, "einum frægasta manni liðinnar aldar, að eyða ævikvöldinu þannig að hann fái noti frelsis og friðar." Undir bréfið ritar John Bosnitch, formaður Nefndarinnar um frelsun Fischers.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×