Sport

Leik­menn þurftu að flýja völlinn undan flug­eldum

Stuðningsmenn Vålerenga gengu allt of langt í flugeldanotkun sinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Framkoma þeirra hefur vakið upp umræðu í Noregi um hvort að það verði að taka harðara á notkun flugelda á fótboltaleikjum í landinu.

Fótbolti

Upp­gjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur

KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.

Íslenski boltinn

Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins

Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton.

Enski boltinn

Forest heldur á­fram að versla

Eftir að hafa tekið því frekar rólega framan af félagaskiptaglugganum hefur Nottingham Forest gefið vel í síðustu daga og samið við þrjá nýja leikmenn. Tveir yngri landsliðsmenn Englands skrifuðu undir um helgina og Arnaud Kalimuendo, yngri landsliðsmaður Frakklands, skrifaði undir samning við félagið í dag.

Enski boltinn

„Enskir úr­vals­deildar­dómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“

Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn.

Enski boltinn

Forest fær nýjan markahrók

Samkeppnin í fremstu víglínu hjá Nottingham Forest hefur snaraukist eftir að félagið festi kaup á franska markahróknum Arnaud Kalimuendo frá Rennes fyrir 31,5 milljón evra.

Enski boltinn

„Ég taldi þetta vera einu leiðina“

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, getur vart beðið eftir fyrsta heimaleik sínum með liðið í undankeppni HM í næsta mánuði. Hann tekur undir orð fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands sem sagði nálgun Arnars í byrjun helst til of bratta.

Fótbolti

Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers

Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti.

Golf