Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Arnór Ingvi Traustason segist átta sig á því að landsliðsferli hans með Íslandi gæti verið lokið vegna skipta hans heim til KR frá Norrköping í Svíþjóð. Hann sé þó ávallt klár, komi kallið. Íslenski boltinn 25.12.2025 10:01
Féll úr skíðalyftu og lést Fyrrum þýskur unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu lést í slysi í stólalyftu í skíðabrekku í Svartfjallalandi skömmu fyrir jól. Kona hans sat föst í lyftunni klukkustundum saman. Fótbolti 25.12.2025 09:00
Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Þróttarar voru ekki undanskildir jólaandanum á aðfangadag og kynntu um vænan liðsstyrk á samfélagsmiðlum félagsins á slaginu sex. Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals í efstu deild til fjölda ára, mun leik í Laugardal í Lengjudeildinni komandi sumar. Íslenski boltinn 25.12.2025 07:50
Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Búrkína Fasó vann hreint ótrúlegan 2-1 sigur á Miðbaugs-Gíneu í fyrsta leik dagsins í Afríkukeppninni í fótbolta í Marokkó. Fótbolti 24.12.2025 14:51
Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að miðjumennirnir Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo verði báðir fjarri góðu gamni þegar lið hans mætir Newcastle United á annan í jólum. Enski boltinn 24.12.2025 13:53
Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sean Dyche, þjálfari Nottingham Forest, fór mikinn á blaðamannafundi í gær í aðdraganda leiks hans manna við Manchester City næsta laugardag. Enski boltinn 24.12.2025 13:00
Viðurkenna að VAR hafi bilað Leikmenn og þjálfarar Benín voru æfir eftir að hafa verið neitað um vítaspyrnu í 1-0 tapi fyrir Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í D-riðli Afríkumótsins í gær. VAR-búnaður á vellinum bilaði svo dómari leiksins gat ekki endurskoðað atvikið. Fótbolti 24.12.2025 12:01
Úr Bestu heim í Hauka Gunnlaugur Fannar Guðmundsson mun ekki spila með Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta komandi sumar og er snúinn á heimaslóðir með Haukum. Íslenski boltinn 24.12.2025 11:01
„Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Arnór Ingvi Traustason hefur bundið enda á tólf ára atvinnumannaferil og er snúinn heim til Íslands til að spila með KR. Hann hefur tengingu við félagið og ætlar sér stóra hluti. Íslenski boltinn 24.12.2025 08:01
Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Elias Achouri, leikmaður FC Kaupmannahafnar, skoraði tvö marka Túnis þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Úganda í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta í kvöld. Fótbolti 23.12.2025 22:04
Arsenal í undanúrslit eftir vító Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar. Enski boltinn 23.12.2025 19:30
Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Antoine Semenyo hefur verið afar eftirsóttur og nú er allt útlit fyrir að hann endi sem leikmaður Manchester City í janúar, samkvæmt helstu félagaskiptafréttamönnum fótboltans. Enski boltinn 23.12.2025 20:31
Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Atalanta-maðurinn Ademola Lookman sá til þess að Nígería næði í öll þrjú stigin í fyrsta leik sínum á Afríkumótinu í fótbolta, með 2-1 sigri gegn Tansaníu í dag. Fótbolti 23.12.2025 19:38
„Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ „Það er lygilegt að sjá hvað þeir hafa skorað mikið af flottum mörkum utan teigs,“ sagði Albert Brynjar Ingason um Aston Villa-menn, í umræðu um möguleika liðsins á að verða Englandsmeistari í vor. Enski boltinn 23.12.2025 18:46
Amanda hætt hjá Twente Amanda Andradóttir hefur rift samningi sínum við hollenska knattspyrnufélagið Twente. Fótbolti 23.12.2025 17:36
Jackson hóf Afríkumótið með látum Nicolas Jackson, framherji Bayern München, átti ríkan þátt í því að Senegal hóf Afríkumótið í fótbolta af krafti í dag með 3-0 sigri gegn Botsvana. Fótbolti 23.12.2025 17:11
Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Þýski framherjinn Nicklas Fullkrug er á förum frá West Ham til AC Milan að láni en belgíski framherjinn Divock Origi mun yfirgefa höfuðborg Ítalíu í janúar. Fótbolti 23.12.2025 16:29
Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Vinícius Juníor hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann endaði í öðru sæti í kjörinu um Gullboltann á síðasta ári. Stuðningsmenn Real Madrid virðist vera að gefast upp á honum og félagið hefur lokað á samningaviðræður við hann. Fótbolti 23.12.2025 15:47
Kongóliðar byrja á sigri Lýðveldið Kongó hefur Afríkukeppnina á sigri. Liðið vann 1-0 sigur á Benín í D-riðli mótsins í Rabat í Marokkó í dag. Fótbolti 23.12.2025 14:36
Glódís framlengir samninginn við Bayern Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen til ársins 2028. Fótbolti 23.12.2025 14:16
Chelsea setur sig í samband við Semenyo Chelsea hefur beðið Bournemouth um leyfi til að hefja samningaviðræður við ganverska framherjann Antoine Semenyo. Enski boltinn 23.12.2025 14:01
Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Arnór Ingvi Traustason segir ekkert til í sögum um að hann og Elías Már Ómarsson hafi viljað fara saman heim til Keflavíkur og spila með liðinu í Bestu deild karla í sumar. Arnór samdi við KR en Elías við Víking. Íslenski boltinn 23.12.2025 13:33
Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Ítalska úrvalsdeildin hefur hætt við að halda leik milli AC Milan og Como í Ástralíu á næsta ári en óvíst er hvar leikurinn mun fara fram. Fótbolti 23.12.2025 12:48
Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar gekkst undir skurðaðgerð í enn eitt skipti og lofar að verða í góðu standi þegar heimsmeistaramótið hefst næsta sumar. Fótbolti 23.12.2025 12:02