Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Leiðin­legt fyrir knattspyrnuáhugamenn“

Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi.

Fótbolti
Fréttamynd

Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð

Sandra María Jessen kom Köln yfir gegn Union Berlín á heimavelli í Bundesligu kvenna í þýska fótboltanum en leik lauk fyrir skömmu. Sandra hefur farið mikinn undanfarið en þetta er fjórði leikurinn í röð sem hún skorar í en Köln vann leikinn 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var blaða­manna­fundur Deschamps

Franska landsliðið er komið til Íslands og spilar á Laugardalsvellinum annað kvöld. Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps og fyrirliðinn hans sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest?

Enn er rætt og ritað um stjóra stöðuna hjá Nottingham Forest en það þykir líklega að Ange Postecoglou sé ekki mjög öruggur í starfi þar á bæ. Hinn þaulreyndi Sean Dyche þykir þá líklegur að taka við ef Ástralinn þarf að taka pokann sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerrard neitaði Rangers

Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool og fyrrum stjóri Glasgow Rangers mun ekki taka við Glasgow liðinu í annað sinn. BBC greinir frá því að viðræður hafi siglt í strand.

Fótbolti