Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Alisson jafnaði við Gylfa í gær

Alisson Becker, markvörður Liverpool, lagði upp seinna mark Liverpool liðsins og er þar með búinn að jafna við margar stórstjörnur á stoðsendingalistanum á þessu tímabili.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markasúpa í Reykjavíkurmótinu

Alls fóru þrír leikir fram í Reykjavíkurmóti karla og kvenna í fótbolta í dag en leikið var að venju í Egilshöllinni. Fjölnir vann 5-3 sigur á Fylki karlamegin sem og KR vann Þrótt Reykjavík 2-0. Kvennamegin vann Valur öruggan 4-1 sigur á Fjölni.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjóðheitur Ronaldo sá um Parma

Cristiano Ronaldo sá til þess að Juventus landaði þremur stigum gegn Parma í leik liðanna í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 2-1 Juventus í vil. Þá vann Roma 3-1 sigur á Genoa.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool búið að halda hreinu sjö leiki í röð

Liverpool er fyrsta lið ensku úrvalsdeildarinnar til að halda hreinu í sjö leiki í röð síðan Manchester United gerði það tímabilið 2008/2009. Man Utd hélt á endanum hreinu í 14 leikjum í röð og það er spurning hvort Liverpool nái einnig að brjóta það met á þessari mögnuðu leiktíð sem liðið er að eiga.

Enski boltinn
Fréttamynd

Henderson og Salah fóru varlega í yfirlýsingar eftir leik

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, og Mo Salah pössuðu sig að vera ekki með neinar digurbarkalegar yfirlýsingar að loknum 2-0 sigri liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag. Sigurinn þýðir að Liverpool er nú með 16 stiga forskot á toppi deildarinnar, ásamt því að eiga leik til góða. Þeir félagar ræddu við Sky Sports eftir leikinn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ögmundur og Sverrir Ingi báðir í byrjunarliði í Grikklandi

Það voru vægast sagt ólík hlutskipti íslensku leikmannanna í grísku úrvalsdeildinni í dag en á meðan Ögmundur Kristinsson var í tapliði og í neðri hluta deildarinnar þá var Sverrir Ingi Ingason í sigurliði og lið hans PAOK sem stendur á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Tröllið Van Dijk markahæstur frá upphafi síðustu leiktíðar

Virgil Dan Dijk er ekki aðeins klettur í vörn Liverpool sem virðist varla geta fengið á sig mark heldur er Hollendingurinn markahæsti varnarmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá uppahfi síðustu leiktíðar. Skoraði hann eina mark fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Manchester United á Anfield sem er ólokið.

Enski boltinn
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.