Fótbolti

Fréttamynd

„Svekktur og stoltur á sama tíma“

KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Sleikjum sárin í kvöld“

Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast

„Við vorum ekki hræddir, þetta var gott lið og við náðum að loka vel á það sem við ætluðum að gera, en á sama tíma vorum við ekki nógu góðir.“ sagði markaskorarinn Orri Sigurður Ómarsson eftir súrt tap Vals fyrir Kauno Žalgiris í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik lokið: KA - Sil­ke­borg 2-3 | Akur­eyringar úr leik

KA mátti þola 2-3 tap á heimavelli sínum þegar liðið mætti Silkeborg í síðari leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom KA yfir eftir að Steinþór Már Auðunsson hafði varið víti en gestirnir komu til baka og tryggðu sér sæti í næstu umferð forkeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“

KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. 

Fótbolti
Fréttamynd

KSÍ sektar Ár­bæ um 250 þúsund krónur

Á síðasta fundi aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands var ákveðið að sekta 3. deildarliðið Árbæ um 250 þúsund krónur. Ástæðan er framkvæmd leiks félagsins gegn Kormáki/Hvöt í Fótbolti.net bikarnum þann 16. júlí síðastliðinn sem og framkoma áhorfenda á leiknum.

Íslenski boltinn