Erlent

Ástarlásar fjarlægðir af brúnni

Verið er að fjarlægja þúsundir hengilása af brúnni Ponte Milvio sem liggur yfir ánna Tíber í Róm á Ítalíu. Lásarnir eru kallaði ástarlásar en það hefur verið venja hjá ungum pörum í Róm að hengja þessa lása utan á brúna undanfarin ár til þess að lýsa yfir eilífri ást sinni á hvort öðru.

Erlent

Ein byssa var notuð við morðin í Frakklandi

Franska lögreglan hefur upplýst að aðeins ein byssa hafi verið notuð þegar fjölskylda frá Bretlandi var myrt þar sem hún var á ferðalagi á bifreið sinni í Frakklandi í síðustu viku. Enn er ekkert vitað um ástæðu morðanna.

Erlent

Viðurkennir ekki dóminn

„Dómsúrskurðurinn er ranglátur, pólitískur, ólöglegur og ég mun ekki viðurkenna hann,“ segir Tariq al Hashemi, varaforseti Íraks.

Erlent

Lögregla leitar enn byssumanns

Lögreglan í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur enn ekki fundið byssumanninn sem myrti Kristján Hinrik Þórsson fyrir utan verslun á laugardagsmorgun.

Erlent

Bílstjórinn einnig látinn

John White, þrjátíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður, sem særðist lífshættulega í skotárásinni í Tulsa um helgina, er látinn. White var bílstjóri bifreiðarinnar sem Kristján Hinrik Þórsson, átján ára, var farþegi í þegar vegfarandi hóf skotárás á þá. Dave Walker, varðstjóri morðdeildarinnar í Tulsa í Bandaríkjunum, staðfesti þetta við fréttastofu í kvöld.

Erlent

Íslendingur tekinn með kíló af hassi í Þrándheimi

Norska lögreglan handtók á miðvikudag íslenskan mann á þrítugsaldri með kíló af hassi í tösku á Værnesflugvelli í Þrándheimi í Noregi. Maðurinn var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Maðurinn ætlaði að láta efnið af hendi í Noregi, eftir því sem fram kemur á vef bladed.no.

Erlent

Bretar hreykja sér af ólympíumóti fatlaðra

Ólympíumót fatlaðra endaði formlega í gær þegar ólympíueldurinn slokknaði. Þar með lauk hinu breska ólympíska sumri sem Bretar telja sjálfir til allra glæsilegustu ólympíuleika fyrr og síðar.

Erlent

Sprengjusérfræðingar á heimili bresku fjölskyldunnar

Sprengjusérfræðingar breska hersins voru í dag sendir að heimili bresku hjónanna sem skotin voru til bana í frönsku Ölpunum í síðustu viku. Talið er sprengja hafi fundist á heimilinu. Húsin í nágrenninu hafa verið rýmd og svæðinu umhverfis lokað fyrir umferð.

Erlent

Eldri systirin komin til meðvitundar

Eldri dóttir bresku hjónanna sem skotin voru til bana í Chevaline við frönsku Alpana fyrr í vikunni er nú komin til meðvitundar. Stúlkan er sjö ára gömul. Hún særðist alvarlega í skotárásinni og hefur verið haldið sofandi síðan þá. Stúlkan hafði bæði verið skotin í öxlina og barin.

Erlent

Áður verið framið morð þar sem íslenski pilturinn dó

Staðurinn þar sem íslenski pilturinn var myrtur í Tulsa í gærmorgun er sami staður og fólk á þrítugsaldri var myrt á þann 30. ágúst í fyrra. Íslenski pilturinn var staddur á bílastæði við QuikTrip matsölustað þegar hann og maður á fertugsaldri, sem var með honum, voru skotnir. Sá íslenski lést en samferðarmaður hans særðist illa.

Erlent

Erlendir uppreisnarmenn ryðja sér til rúms í Sýrlandi

Erlendum íslamistum sem nú berjast við hlið uppreisnarmanna í Sýrlandi hefur fjölgað þó nokkuð á síðustu vikum. Þetta segir franskur læknir sem hefur á síðustu vikum hlúð að fórnarlömbum átakanna í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands.

Erlent

Eftirsótt Biblía og óumbeðnar nærbuxur

Biblía sem áður tilheyrði Elvis Presley, konungi rokksins, var slegin hæstbjóðanda á fimmtíu og níu þúsund pund, eða sem samsvarar ellefu og hálfri milljón íslenskra króna á Elvis-uppboði í Manchester í gær.

Erlent