Erlent

Amnesty: Óbreyttir borgarar skotmörk í Aleppo

Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa birt skýrslu um átökin í Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands. Uppreisnarmenn og öryggissveitir yfirvalda hafa barist um yfirráð yfir borginni í rúman mánuð en Aleppo er sögð gegna veigamiklu hernaðarlegu hlutverki og gæti ráðið úrslitum um niðurstöðu stjórnarbyltingarinnar í Sýrlandi.

Erlent

Curiosity rúntar um yfirborð Mars

Vitjeppinn Curiosity fór í sínu fyrstu ökuferð um Mars í dag. Rúnturinn var þó stuttur og tók aðeins sextán mínútur. Síðustu daga hefur Curiosity farið yfir hugbúnað og tækjakost sinn. Fyrr í vikunni notaði hann ChemCam greiningartólið í fyrsta sinn en það rýnir í berg rauðu plánetunnar með leysigeisla.

Erlent

Velviljuð kona eyðilagði aldagamla fresku

Níræðri konu í smábænum Zaragoza á Spáni tókst að eyðileggja mikil menningarverðmæti á dögunum. Íbúar Zaragoza syrgja nú 120 ára gamla fresku í kirkju bæjarins. Sú gamla ákvað að lífga upp á myndina, viðgerðin gekk þó ekki sem skildi.

Erlent

Madeline prjónaði sex þúsund ungbarnahúfur

Hin 89 ára gamla Madeline Umhoefer er orðin að hálfgerðri goðsögn í heimabæ sínum í Bandaríkjunum. Hún var á unglingsaldri þegar hún lærði að prjóna. Síðan þá hefur hún prjónað ungbarnahúfur af miklum móð.

Erlent

Sárasótt skekur klámmyndaiðnaðinn

Bandarískt fyrirtæki sem sér um dreifingu á fullorðinsmyndum tilkynnti í gær að framleiðsla á slíkum myndum í Los Angeles yrði hætt tímabundið eftir að einn leikaranna greindist með sárasótt, en það er sjúkdómur sem getur blossað upp eftir að fólk gamnar sér saman.

Erlent

Einbirnum hættara við ofþyngd

Börn sem ekki eiga systkini eru í helmingi meiri hættu en önnur börn á að verða feit. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar könnunar á vegum vísindamanna við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Norsk rannsókn hafði áður leitt í ljós samband milli ofþyngdar og einbirna, að því er kemur fram á fréttavef Dagens Nyheter.

Erlent

Hákarlar syntu í kringum ömmuna

Hin sextíu og þriggja ára Diana Nyad þurfti að játa sig sigraða í gærkvöldi þegar hún reyndi að synda frá Kúbu til Bandaríkjanna eftir að hún var stungin af marglyttu. Auk þess voru nokkrir hákarlar farnir að hringsóla í kringum hana.

Erlent

Skilnaðurinn genginn í gegn

Skilnaður Tom Cruise og Katie Holmes er genginn í gegn lögformlega, eftir því sem E! sjónvarpsstöðin greindi frá í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin hafði eftir heimildarmanni sem var náinn vinur Cruise að hann væri mjög ánægður og honum væri létt yfir því að nú gæti hann horft fram á veginn. Hann myndi leggja allt kapp á að standa sig í föðurhlutverkinu.

Erlent

Stuðningsmenn Romney gætu verið í hættu

Hætta getur stafað af hitabeltisstorminum Isaac, sem nú er að myndast á karabískahafinu, fyrir Flórída-ríki í Bandaríkjunum í næstu viku. Samkvæmt mælingum veðurfræðinga verður stormurinn orðinn að fellibyl á næstu dögum.

Erlent

Hótaði að drepa Obama

Bandaríska leyniþjónustan handtók rúmlega þrítugan karlmann í borginni Seattle í gær sem er grunaður um að hafa hótað Barack Obama, bandaríkjaforseta, lífláti í tölvupósti á dögunum.

Erlent

Bregðast þarf við þurrkum

Alþjóðlega veðurfræðistofnunin segir nauðsynlegt að ríki heims komi sér saman um skynsamleg viðbrögð við þurrkum, sem eru óvenju miklir þetta árið og hafa áhrif á matvælaverð um heim allan.

Erlent

Óttast að Pussy Riot verði beittar ofbeldi

Einn ef verjendum stúlknanna þriggja í pönkhljómsveitinni Pussy Riot sem voru dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir mótmælasöng í kirkju í síðustu viku varar við því að stúlkurnar muni sæta illri meðferð og ofbeldi í fangelsinu. Ein stúlknanna hefur þegar sagt frá ómannúðlegri meðferð fangelsisvarða.

Erlent

Stikla úr norsku Næturvaktinni

Nú styttist í að norsk endurgerð Næturvaktarþáttanna verði sýnd á norsku sjónvarpsstöðinni TV2 og stutt kynningarmyndband eða stikla (e. trailer) er farin að birtast á stöðinni.

Erlent

Brutust inn á breskar vefsíður til að mótmæla meðferð á Assange

Samtök netþrjóta, sem kalla sig Anonymous, segjast hafa brotist inn á vefsíður breskra stjórnvalda til að mótmæla afstöðu þeirra í máli Julians Assange, stofnanda WikiLeaks. Vefsíður sem samtökin segjast hafa ráðist á eru meðal annars vefsíður forsætisráðuneytisins og innanríkisráðuneytisins. Assange dvelur sem kunnugt er í sendiráði Ekvadors í London og kemst þar hvorki lönd né strönd af ótta við að breska lögreglan handtaki hann og framselji til Svíþjóðar.

Erlent

Forseti Ekvadors óttast ekki innrás Breta í sendiráðið

Bretland væri að fremja diplómatískt sjálfsmorð ef þeir myndu reyna að ráðast inn í sendiráð Ekvadors í London. Þetta segir Rafael Correa, forseti Ekvadors, í samtali við ríkissjónvarpsstöð landsins. Assange hefur verið í sendiráðinu frá því í júní og var veitt pólitískt hæli í Ekvador í síðustu viku. Bretar hafa sagst ætla að framselja hann til Svíþjóðar, þar sem hann er grunaður um kynferðisglæpi, en hann óttast að Svíar muni framselja sig til Bandaríkjanna.

Erlent

Pussy Riot gefa út nýtt lag um Pútín

Hafi einhver haldið að ungu konurnar í rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot hafi látið tveggja ára fangelsisdóm slá sig út af laginu ættu þeir hinir sömu að hlusta á nýjasta lag bandsins. Lagið heitir Pútin kveikir elda og textinn fjallar um það að Rússland muni segja skilið við stjórn Pútins. Konurnar í Pussy Riot voru handteknar í febrúar þegar þær héldu pönkmessu í kirkju. Þær voru dæmdar í fangelsi í síðustu viku fyrir að raska almannafriði.

Erlent

Konur fá að spila á Augusta-golfvellinum

Samþykkt hefur verið að konur fái að leika golf á Augusta golfvellinum í Bandaríkjunum í framtíðinni. Augusta golfvöllurinn er þekktastur fyrir það að Masters-golfmótin eru haldin þar.

Erlent

Forsætisráðherra Eþíópíu látinn

Meles Zenawi, forsætisráðherra Eþíópíu, lést í nótt fimmtíu og sjö ára að aldri. Hann lést eftir langvarandi veikindi. Hann hafði ekki sést opinberlega í margar vikur. Hann hafði verið við völd í landinu síðan á tíunda áratug síðustu aldar - fyrst sem forseti og síðar sem forsætisráðherra.

Erlent

Grikkir þurfa enn á ný meiri aðstoð

Seðlabanki Evrópusambandsins segir að það yrði öllum ríkjum Evrópusambandsins dýrkeypt ef Grikkir hrektust úr evrusamstarfinu. Þýskir ráðamenn þverneita enn að veita Grikkjum meira svigrúm til að ná endum saman.

Erlent

Rosie O'Donnell fékk hjartaáfall

Íturvaxna leikkonan Rosie O´Donnell sagði frá því á vefsíðu sinni í gær að hún hefði fengið hjartaáfall í síðustu viku. Í færslunni þakkar O´Donnell fyrir það að vera á lífi og lýsir atburðunum þannig að á þriðjudaginn hafi hún verið að hjálpa konu út úr bíl sínum í New York.

Erlent

Obama hótar stjórnvöldum í Sýrlandi

Barack Obama, bandaríkjaforseti, varaði Bashar Assad, forseta Sýrlands, við því í gær að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum í landinu. Harðir bardagar hafa geisað í landinu síðustu mánuði á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna.

Erlent

Danir kaupa danskan bjór í Þýskalandi

Nær sex af hverjum tíu Dönum hafa síðastliðið ár keypt bjór og gosdrykki í verslunum í Þýskalandi rétt við landamæri Danmerkur, að því er niðurstöður könnunar dönsku kaupmannasamtakanna sýna.

Erlent

Aukið eftirlit með verði og ráðgjöf banka

Umboðsmaður neytenda í Danmörku á í framtíðinni að fá möguleika til að fylgjast með verðstefnu bankanna. Þar með munu bankar fara undir sama hatt og seljendur notaðra bíla, útvarpa, reiðhjóla og alls mögulegs annars. Á fréttavef Politiken segir að þetta sé liður í víðtækri áætlun danskra stjórnvalda um aukið gagnsæi í neytendamálum.

Erlent