Erlent

Hillary Clinton útskrifuð af sjúkrahúsi

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna var útskrifuð af sjúkrahúsi í New York í gærkvöldi eftir að hafa farið í skurðaðgerð vegna blóðtappa í heila.

Í kjölfar þess gaf ráðuneyti hennar út yfirlýsingu um að allar líkur væru á að Clinton myndi ná sér að fullu eftir aðgerðina og að hún vildi taka til starfa að nýju þann stutta tíma sem hún á eftir í embætti. Clinton mun láta af starfi sínu síðar í þessum mánuði þegar Barack Obama Bandaríkjaforseti verður formlega settur í embætti sitt að nýju.

Það voru Bill Clinton eiginmaður Hillary og Chelsea dóttir þeirra sem sóttu hana á sjúkrahúsið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×