Erlent

Selja fleiri bleiur fyrir eldra fólk en ungabörn í Japan

Helsti bleiuframleiðandi Japans, Unicharm tilkynnti í gær að á liðnu ári hefði fyrirtækið selt fleiri bleiur fyrir gamalt fólk en fyrir smábörn.

Að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar er þetta enn eitt merkið um hvernig aldurssamsetning japönsku þjóðarinnar er að breytast, það er að hlutfall eldri borgara fari stöðugt hækkandi.

Um áramótin var tilkynnt að Japönum hefði fækkað um 212.000 á árinu sem leið, það er færri börn fæddust en þeir sem létust. Næstum fjórðungur japönsku þjóðarinnar er eldri en 65 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×